Listahátíðin LungA var sett á sunnudagskvöld í fimmtánda sinn. Leiðbeinendur, listamenn og þátttakendur í listasmiðjunum mættu þá á svæðið tilbúin í vikulangt LungA ævintýri.
Alþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur" verður opnuð á morgun klukkan 15:00 í Bræðslunni á Djúpavogi sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC).
Austfirski raftónlistarlistarmaðurinn Bjarni Rafn Kjartansson, sem gengur undir listamannsnafninu Muted gaf í síðustu viku út sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið Muted World og kemur út í mjög takmörkuðu upplagi.
Frystiklefinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum stóð ekki undir nafni á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem haldin var þar nýverið. Þétt var setið í salnum og inni í honum var funheitt.
Rokkhátíðin Eistnaflug verður sett í Neskaupstað með fjölskyldutónleikum þar sem fram koma Svered, Brain Police og Skálmöld. Skipuleggjandi hátíðarinnar segist biðja um gott veður, þá fari allir sáttir heim.
Kanadísk-íslenski ljósmyndarinn Arni Haraldsson hefur opnað ljósmyndasýningu í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Hún ber heitið Litbrigði Fljótsins og á henni eru 12 ljósmyndir teknar af Lagarfljóti árið 2001 þegar Arni dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu.
Þann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.