LungA sett í fimmtánda sinn

9313812409 179193a5d9 bListahátíðin LungA var sett á sunnudagskvöld í fimmtánda sinn. Leiðbeinendur, listamenn og þátttakendur í listasmiðjunum mættu þá á svæðið tilbúin í vikulangt LungA ævintýri.

Lesa meira

Rúllandi snjóbolti 5 fer af stað á morgun

rullandi sjobolti staffAlþjóðlega myndlistarsýningin „Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur" verður opnuð á morgun klukkan 15:00 í Bræðslunni á Djúpavogi sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC).

Lesa meira

Bjarni Rafn gefur út sína fyrstu breiðskífu

bjarni rafn muted juni14Austfirski raftónlistarlistarmaðurinn Bjarni Rafn Kjartansson, sem gengur undir listamannsnafninu Muted gaf í síðustu viku út sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið Muted World og kemur út í mjög takmörkuðu upplagi.

Lesa meira

Bazinga frumsýnir í kvöld

bazinga webBazinga, listahópur vinnuskólans á Fljótsdalshéraði, frumsýnir glænýtt sviðsverk í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Funheitt í frystiklefanum á Jazzhátíð – Myndir

jea 2014 0009 webFrystiklefinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum stóð ekki undir nafni á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem haldin var þar nýverið. Þétt var setið í salnum og inni í honum var funheitt.

Lesa meira

Litbrigði Lagarfljóts í gallerí Klaustri

arniharaldsKanadísk-íslenski ljósmyndarinn Arni Haraldsson hefur opnað ljósmyndasýningu í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Hún ber heitið Litbrigði Fljótsins og á henni eru 12 ljósmyndir teknar af Lagarfljóti árið 2001 þegar Arni dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar