Tveir fulltrúar bandaríska hönnunarsamfélagsins EPIcenter munu halda fyrirlestur á Egilsstöðum um hvernig hönnun getur nýst til að bæta lífsskilyrði í dreifbýlissamfélögum.
Á sunnudaginn opnar sýningin „Tréskurður – handverk og list" í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Á sýningunni eru fjölbreytt skurðarverk eftir tólf félagsmenn í Félagi áhugamanna um tréskurð.
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben sendi nýverið frá sér nýtt lag af væntanlegri plötu sem ber nafnið „Leiðin heim." Hlynur safnaði saman vinum, vandamönnum og öðrum sem kunnu að syngja og spila heima í Neskaupstað og tók upp nær alla plötuna á tveimur dögum. Myndbandið við lagið hefur vakið nokkra athygli.
Starfsmenn Lostætis, sem séð hefur um mötuneyti fyrir þá sem koma að upptökunum á Fortitude sjónvarpsþáttunum, slógu upp grillveislu fyrir þáttagerðarfólkið í blíðveðrinu um helgina.
Leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, Djúpið, sýndi nýverið söngleikinn Litlu hryllingsbúðina. Um fimmtíu manns komu að sýningunni, margir þeirra úr listaakademíu skólans.
Stefán Bogi Sveinsson tekur sæti Sveins Birkis Björnssonar í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs þegar liðið mætir Kópavogi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Sveinn Birkir þurfti að vera á tveimur stöðum í einu og því stökk reynsluboltinn til.
Austfirðir hafa fengið töluverða athygli erlendis í vikunni fyrir áhugaverða áfangastaði ferðamanna. Fjallað var um bæði Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri í stórum erlendum fjölmiðlum í vikunni.
Afurðir úr hönnunarverkefninu Austurland: Innblástursglóð eru til sýnis á Hönnunarmars sem stendur yfir í Reykjavík um helgina. Verkefnið snýst um að rannsaka möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi.