Um klukkustund tók fyrir Forseta Íslands, ásamt fylgdarliði, að komast tæplega 30 km leið yfir Fjarðarheiði frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar í dag. Nokkrir aðrir bílar voru með í för enda verður Eyrarrósin afhent á Seyðisfirði í dag.
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gaf þátttakendum á lokatónleikum Hljómsveitanámskeiðs Austurlands góð ráð um hvernig þeir eigi að bera sig að til að komast áfram í tónlistarbransanum. Forsprakki námskeiðsins segist afar ánægður með hvernig til tókst.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Egilsstaði og nágrenni á morgun, föstudaginn 14. febrúar og Seyðisfjörð laugardaginn 15. febrúar.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa gert víðreist í heimsókn sinni á Fljótsdalshéraði í dag. Í morgun heimsóttu þau skólastofnanir en kynntu sér atvinnu- og menningarlíf eftir hádegið.
Keppt verður í kökubakstri við lok sýningar 15 ára afmælissýningar Skaftfells sem ber yfirskriftina „Hnallþóra í sólinni". Forstöðukona Skaftfells segir mikinn spenning fyrir kökukeppninni.
Seyðfirðingar standa fyrir dansstund á hádeginu á morgun sem er hluti af verkefninu Milljarður rís. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum.
Erlingur Þórarinsson, starfsmaður AX North, segir stemminguna í Seattle-borg í Bandaríkjunum hafa verið „sturlaða" eftir sigur borgarliðsins Seahawks í úrslitaleik ameríska fótboltans fyrir skemmstu. Erlingur var staddur í borginni dagana í kringum leikinn sem kenndur er við Ofurskálina eða Super Bowl.
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Örvar Jóhannsson • Skrifað: .
Listasýningin Tvíburabæirnir eða „Twin City" stendur yfir á Seyðisfirði og í Melbu í Noregi um þessar mundir. Á sunnudag var boðið upp á leiðsögn um norska bæinn á Seyðisfirði.
Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum kepptu sín á milli í pönnukökubakstri á opnum dögum sem haldnir voru í skólanum í vikunni. Dæmt var eftir útliti, bragði og frumleika.