Á bænum Leyningi, milli Egilsstaða og Eiða, hafa hjónin Ásta Margrét Sigfúsdóttir og Kjartan Reynisson komið sér upp nokkrum gróðurhúsum þar sem þau rækta blóm og pottaplöntur til sölu. Það gera þau undir merkjum Blómabæjar sem þau ráku um árabil á Egilsstöðum.
„Þetta er önnur platan sem ég og Stefán Örn Gunnarsson gerum saman. Hann er algert náttúrubarn í tónlist og við vinnum mjög vel saman,“ segir tónlistarkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir um plötu sína Pipedreams sem er plata líðandi viku á Rás 2.
Nóg verður um að vera í Fjarðarborg á Borgarfirði um helgina. Hið árlega hagyrðinamót verður á vísum stað, auk kótilettukvölds, tónleika og uppistands.
Vibeke Lund var síðasta skólaár farkennari í dönsku í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Hún segir að þótt oft sé talað illa um dönskuna fylgi hugur ekki þar fyllilega máli því mikill áhugi sé hérlendis á danskri menningu og margir eigi góðar minningar um ferðalög til Danmerkur. Áhugi á dönsku konungsfjölskyldunni kom henni á óvart.
„Það geta allir tekið að sér skiptinema. Ég var bara ein í heimili ásamt hundinum, þannig að það skiptir engu máli hvort fjölskyldan sé stór eða lítil,“ segir Málfríður Björnsdóttir á Egilsstöðum, en hún opnaði heimili sitt fyrir skiptinema á vegum AFS síðastliðinn vetur. Fyrir fólk sem hefur áhuga á að gera slíkt hið sama þá er tækifærið núna því enn er leitað að heimilum fyrir skiptinema á skólaárinu sem er að hefjast.
Þýsku hjónin Maria og Michael Zimmerer lögðu af stað sæl og glöð frá heimili sínu í nágrenni Ágsborgar snemma í júní. Eftir stuttan akstur á Íslandi fór bíllinn þeirra að láta ófriðlega. Hann var dreginn að verkstæði við Finnsstaði á Fljótsdalshéraði og stóð þar í hátt á sjöttu viku á meðan beðið var eftir nýrri vél.
Birna Jóna Sverrisdóttir úr UÍA varð í þriðja sæti í sleggjukasti kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var um síðustu helgi. Birna Jóna náði þar sínu lengsta kasti á ferlinum.