Sér ekki hvernig rætist úr sumrinu nema maður haldi áfram

Staðarhaldarar að Karlsstöðum í Berufirði hafa sent frá sér tónleikadagskrá fyrir þetta sumar eins og þau síðustu. Þeir eru bjartsýnir enda hafa Íslendingar verið í meirihluta þeirra sem sótt hafa tónleika þar.

Lesa meira

„Valdi marga áfanga því mig langaði að taka þá“

Jófríður Úlfarsdóttir var með hæstu meðaleinkunn útskriftarnema frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í vorútskrift skólans. Jófríður var ekki bara með hæstu meðaleinkunnina heldur útskrifaðist hún af tveimur námsbrautum.

Lesa meira

Framleiða mjólk úr byggi frá Vallanesi

Byggið sem framleitt er í Vallanesi hefur ekki einungis fest sig í sessi sem söluvarningur eitt og sér, heldur er það stöðugt að verða vinsælla sem afurð í margskonar framleiðslu. Bopp byggflögurnar þekkjum við frá Havarí og nú hefur bæst við byggmjólk. Fyrirtækið Kaja organic framleiðir hana og er hún fyrsta íslenska byggmjólkin.

Lesa meira

Helgin: Barsvar - Rock Star - Rifflar

Covid-19 mun hafa hefðbundin hátíðahöld sjómannadagshelgarinnar af Austfirðingum líkt og öðrum Íslendingum. En það þýðir ekki að það verði ekkert við að vera um helgina.

Lesa meira

„Hljómurinn alveg eins og ég vildi hafa hann“

Snorri Páll Jóhannsson átti sér þann draum um að smíða sinn eigin gítar. Sem skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað lá beint við nýta sér efnivið sem félli til í vinnu Skógræktarinnar. Hann þurfti aðeins að bíða en fann loks efni sem honum þótti tilvalið til smíðinnar.

Lesa meira

Ætlar að brosa í sumar

Eigandi stærsta ferðaþjónustufyrirtækis á Austurlandi reiknar með því að sumarið verði stutt, sérstakt en jafnframt skemmtilegt. Hann hvetur Íslendinga til að nýta hóteltilboð sem munu aldrei sjást aftur með sama hætti og segir að Austfirðingar þurfi að einsetja sér að taka vel á móti gestum og skemmta sjálfum sér um leið.

Lesa meira

Nesskóli í öðru sæti í keppni í fjármálalæsi

Nesskóli hafnaði í öðru sæti í keppni meðal tíundu bekkja landsins í fjármálalæsi. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og hefur skólinn áttu góðu gengi að fagna í henni.

Lesa meira

„Fólk vill fá öryggisventil á Bessastaði“

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, er þessa dagana á ferð um Austurlandi að heilsa upp á íbúa. Hann segist heyra það á fólki að ferðaþjónustan á svæðinu hafi orðið útundan í aðgerðum til hjálpar greininni. Guðmundur kveðst vilja beita málsskotsrétti forseta í þeim tilfellum sem gjá myndast milli þings og þjóðar.

Lesa meira

Hallormsstaðaskógur heitur um helgina

Útlit er fyrir gott veður hjá þeim fjölmörgu sem stefna á útilegu í Hallormsstaðaskógi um helgina. Búið er að opna öll tjaldsvæði í skóginum en mikið er lagt upp úr því að farið sé að reglum landlæknis um fjarlægðir milli tjalda og fólks.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar