![](/images/stories/news/folk/Friðarganga_á_Seyðisfirði.jpg)
![](/images/stories/news/folk/Friðarganga_á_Seyðisfirði.jpg)
![](/images/stories/news/umhverfi/djupivogur_280113_0018_web.jpg)
Hægasti staður Íslands
Austurland er kallað hægasta svæði Íslands í umfjöllun ferðavefs about.com um Austurland. Austfirðingar eru þar sagðir vera að læra af mistökum annarra Íslendinga af holskeflu ferðamanna.
![](/images/stories/news/folk/hafsteinn_hafsteinsson_enginnsa_0002_web.jpg)
Enginn sá hundinn: Bjartsýnn á útgáfu bókarinnar erlendis
Norðfirðingurinn Hafsteinn Hafsteinsson sendir um þessi jól frá sér sína fyrstu bók sem ber heitið „Enginn sá hundinn“. Bókin er barnabók í bundnu máli með myndskreytingum Hafsteins. Hún er bæði ádeila á snjalltækjasamfélagið og áminning um að okkur dugir að hafa hvert annað. Fyrstu viðtökur bókarinnar lofa góðu og markaðssetning erlendis er þegar hafin.![](/images/stories/news/2016/leikskoli_jolasveinn/sofandi_jolasveinn_egs_0021_web.jpg)
Leikskólabörn fengu að kitla jólasvein – Myndir
Í meira en áratug hefur verið sú hefð að leikskólabörn úr elsta árganginum á Egilsstöðum heimsækja Gistihúsið á Egilsstöðum skömmu fyrir jól. Þar komast þau í tæri við jólasvein sem er að hvíla sig eftir erfiði næturinnar við að gefa í skóinn.
![](/images/stories/news/folk/hronn_reynisdottir_0014.jpeg)
„Svolítið eins og að eignast nýtt barn“
Ert'ekki að djóka, Kolfinna? er heiti á nýrri unglingabók eftir Hrönn Reynisdóttur frá Eskifirði, en hún hefur verið í fjórða til fimmta sæti á bókalista Eymundsson yfir unglingabækur.
![](/images/stories/news/folk/Fjarðadætur1.jpg)
„Verða ekki of formlegir en þó með hátíðlegum blæ“
„Við vonumst til þess að sjá sem flesta og munum gera okkar allra besta til þess að koma tónleikagestum í jólaskap,“ segir Jóhanna Seljan, forsprakki söngsveitarinnar Fjarðadætra sem heldur jólatónleika í samstarfi við Kirkju- og menningarmiðstöðina á Eskifirði á sunnudagskvöldið.![](/images/stories/news/2016/Begga_og_Hrafnkell.jpg)
Ekkert heilagt nema jólagrauturinn með karamellusósunni
Jólahátíðin snýst um hefðir, bæði nú og áður fyrr. Þau Bergljót Jörgensdóttir og Hrafnkell Björgvinsson segja eina hefð alveg ófrávíkjanlega í þeirra jólahaldi, en það er grauturinn með karamellusósunni. Viðtal við þau heiðurshjónin birtist í jólablaði Austurgluggans á dögunum.
![](/images/stories/news/logo/bbc_logo_des2016.png)
Væri nokkuð betra að vera einhver annar? Viltu prófa að lifa lífi breskrar konu?
Breska ríkisútvarpið leitar nú að íslenskri konu sem vill skipta á verustað við breska konu í nokkra daga fljótlega eftir áramót. Verið er að taka upp fyrir nýja ferðaþætti BBC.![](/images/stories/news/folk/Sonja_Einarsdóttir2.jpg)
„Það verður alvöru jólastemmning í Molanum í dag“
„Ungmennin leggja allt í að undirbúa fyrir þau málefni sem þau taka fyrir og sér maður hversu mikill eldmóður er að safna fyrir sínu málefni, þau eru svo sannarlega frábær,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskunnar á Reyðarfirði, en mikið líf verður í Molanum á Reyðarfirði í dag þegar ungmennin bjóða upp piparkökuhús til styrktar ýmsum málefnum. Sonja er í yfirheyrslu vikunnar.