Næsta laugardag opnar ný sýning í Skaftfelli sem parar saman verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur og Eygló Harðardóttur, undir sýningarstjórn Gavins Morrison. Í kjölfar hennar fer af stað fræðsluverkefni fyrir grunnskólabörn.
Hljómsveitin Eva heldur tónleikna í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði næstkomandi fimmtudag, þann 29. október og á Kaffi Láru á Seyðisfirði 30. október. Hljómsveitina skipa þær Sigríður Eir Zophaníasdóttir frá Hallormsstað og Vala Höskuldsdóttir frá Akureyri.
Tvennir tónleikar verða haldnir með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Frítt er inn á báða tónleikana.
Eins og Austurfrétt greindi frá á í vikunni þá er Margrét önnur eiganda verslunarinnar Gullabúsins, auk Halldóru Malinar Pétursdóttur. Þær stöllur eru að flytja verslunina eins og greint var frá hér. Ástæðan er sú að Margrét og maðurinn hennar, Brynjar Skúlason, hafa fest kaup á núverandi húsnæði verslunarinnar og áætla að breyta því í gistiheimili.