Stjórn Menningarsjóðs Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum um styrki sem á að úthluta á fæðingardegi Gunnar Gunnarssonar skálds, 18. maí nk. Verður það í fyrsta sinn sem veitt verður úr sjóðnum.
Kristín Ágústsdóttir Landfræðingur var í fréttum í vikunni þegar tilkynnt var að hún hafi verið ráðin í starf forstöðumanns Náttúrustofu Austurlands frá og með 1. Júní.
Það hefur ekki farið framhjá Austfirðingum að stórtónleikarnir „Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur“ fór fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað síðastliðið föstudagskvöld. Þar fór Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari og tónleikahaldari fremstur í flokki þeirra sem fluttu fjölda laga sem Vilhjálmur söng á ferli sínum, ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar og úrvali gestasöngvara.
Austurbrú hefur gengið frá samningi við Hús Handanna á Egilsstöðum um rekstur Upplýsingmiðstöðvar Austurlands. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár.