Flugvöllurinn á Egilsstöðum hefur í dag verið sögusvið bresku spennuþáttanna Fortitude sem verið er að taka upp á Austfjörðum. Tökur hófust þar í morgun og munu standa fram eftir degi.
Hópur kvikmyndaáhugafólks hittist vikulega í Sláturhúsinu á Egilsstöðum til að horfa á sígildar bíómyndir. Um helgina verður horft á The Kid eftir Charlie Chaplin en af því tilefni verður í boði sérstök barnasýning á laugardag.
Stórhljómsveitin Todmobile og Ragnar Bjarnason verða meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á Hammondhátíð á Djúpavogi í ár. Búið er að staðfesta helstu listamenn hátíðarinnar en miðasala hefst eftir tíu daga.
Afrakstur Hljómsveitanámskeiðs Austurlands, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, verður fluttur á sérstökum tónleikum í næstu viku. Aðalkennarinn segir að á námskeiðinu, sem ferðast hefur verið með um fjórðunginn, hafi verið farið yfir allt það helsta sem við komi því að starfa í hljómsveit.
Hreppsnefndarmenn á Vopnafirði fengu óvæntan gest inn á fund hjá sér um daginn þegar þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon bankaði upp á. Skipting kostnaðar við Sundabúð og uppbygging í Finnafirði var meðal þess sem bar á góma í stuttu stoppi Steingríms.
Íbúar sem láta sér annt um velferð annarra og brosa og heilsa ókunnugum urðu hlutskarpastir í kosningum til Hamingjuráðuneytis Fljótsdalshéraðs. Listahópurinn sem stóð að baki kosningunum er þakklátur fyrir stuðninginn frá Austfirðingum við fyrsta skrefið í verkefni sínu.
Jón Björn Hákonarson hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur því hann skrifar annála og les fyrir bæði þorrablótin sem haldin eru á Norðfirði. Hann segir mikilvægt að vera ávallt opinn fyrir því að sjá fyndnu hliðarnar á hlutunum.
Skaftfell – miðstoð myndlistar á Austurlandi hefur síðustu mánuði staðið fyrir fræðsluverkefni fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla um Dieter Roth og prenttækni. Um 250 nemendur frá ellefu skólum nýttu sér boðið um vettvangsferð á Seyðisfjörð.