Danski danshópurinn Hello Earth hóf í síðustu viku könnun sína á mannlífinu á Fljótsdalshéraði sem standa mun næstu þrjár vikurnar. Áhugasömum er boðið að koma og taka þátt í vinnustofu hópsins á morgun.
Annað kvöld verður fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur á Kaffi Egilsstöðum en einn keppenda er frá Borgarfirði eystri, Sigurður Jakobsson, 19 ára nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Njarðvíkingurinn Sigurður Jakobsson er fulltrúi Austfirðinga í þáttunum The Biggest Loser Ísland sem hefja göngu sína á SkjáEinum síðar í mánuðinum. Hann segist hafa breytt matarræði sínu til frambúðar eftir þátttökuna í þáttunum sem hann segir hafa verið forréttindi.
Lára Snædal Boyce, nemandi í áttunda bekk í Brúarásskóla, hlaut nýverið viðurkenningu sem bjartasta vonin á stuttmyndahátíðinni Stulla sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu en hún gerði heimildamynd um hundinn Emmu.
Verkmenntaskóli Austurlands komst í gær í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur með frábærum 20-18 sigri á Menntaskólanum við Sund. Tvíburar mynda kjölfestuna í liði VA.
Sigurvegarar síðustu tveggja vetra í spurningakeppninni Útsvari, Fjarðabyggð og Grindavík, mætast í kvöld. Liðin hafa áður mæst og þá fór fram eini bráðabaninn í sögu keppninnar.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur vegna andláts Guðnýjar Helgu Baldursdóttur á Djúpavogi. Guðný lést þann 1. janúar síðastliðin eftir skammvinn veikindi.
Heimsþekktir leikarar fara með hlutverk í bresku spennuþáttunum Fortitude sem teknir verða upp í Fjarðabyggð. Framleiðslu fyrirtækið Pegasus leitar í næstu viku að aukaleikurum en gert er ráð fyrir að tökur á þáttunum hefjist í lok janúar.
Hammond-hátíð á Djúpavogi og Tækniminjasafn Austurlands meðal þeirra tíu verkefna sem tilnefnd eru til menningarverðlaunanna Eyrarrósarinnar í ár. Viðurkenninguna hljóta framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Skaftfell á Seyðisfirði hlaut viðurkenninguna í fyrra.