Myndir: Ég lifi í draumi
Tónlistarveislan „Ég lifi í draumi" með lögum Björgvins Halldórssonar var nýverið sýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum. Agl.is leit við á sýningu og fangaði bestu augnablikin.
Tónlistarveislan „Ég lifi í draumi" með lögum Björgvins Halldórssonar var nýverið sýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum. Agl.is leit við á sýningu og fangaði bestu augnablikin.
Sýningin „Ef þú færð það ekki í kaupfélaginu, þá þarftu það ekki“ var opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á föstudag. Á sýningunni gefur að líta muni úr rúmlega 100 ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) en hún er samstarfsverkefni nemenda í áfanga um sögu Austurlands í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Minjasafns Austurlands.
Gönguhátíðin Á Víknaslóðum verður haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna verður boðið upp á létta afþreyingardagskrá.
Thorvald Gjerde, organisti og tónlistarkennari, var í gær verðlaunaður af Rótarýklúbb Fljótsdalshéraðs fyrir framlag sitt til menningar og samfélags á svæðinu.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Neskaupstað eins og fjölda annarra sjávarbyggða um allt land. Dagurinn byrjaði á hópsiglingu norðfirska flotans en síðan tók við hátíðardagskrá þar sem þungamiðjan var við sundlaugina.
Íbúar á Fljótsdalshéraði héldu upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní eins og aðrir landsmenn. Veðrið var fremur hryssingslegt en hátíðardagskráin var í íþróttamiðstöðinni. Sigþrúður Sigurðardóttir frá Brennistöðum var fjallkona dagsins og flutti ljóð Hannesar Hafstein ort á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar „Þagnið dægurþras og rígur!“ Agl.is var á staðnum og fangaði það sem fyrir augu bar.
Opnuð hefur verið í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, listakonu á Akureyri, á myndskreytingum við norska sögu um Hrafna-Flóka.
Fjöllistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson opnar myndlistarsýningu á Hátíð hafsins á morgun. Hann tekur lagið við opnunina og gefur út bók.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.