Afhjúpa minnisvarða um vesturfara á Seyðisfirði og Vopnafirði

Minnisvarðar um fólk sem fluttist frá Austfjörðum til Norður-Ameríku undir lok 19. aldar verða afhjúpaðir á Seyðisfirði á sunnudag og Vopnafirði á þriðjudag. Afhjúpunin er hluti af ferðalagi átthagafélagsins Icelandic Roots um landið.

Lesa meira

Stór stund hjá Tækniminjasafninu

Stór stund rennur upp hjá Tækniminjasafninu á Seyðisfirði síðdegis á morgun þegar safnið fær formlega afhent hið sögufræga bryggjuhús Angró en auk þess verður um formlega opnun á sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni. Í ofanálag geta gestir kynnt sér hönnun að glæsilegu nýju safnasvæði Tækniminjasafnsins sem staðsett verður við Lónsleiru í framtíðinni.

Lesa meira

Helgin: Fjallahjólaferð, grínisti og draumaheimar

Grínistinn Stefán Ingvar Vigfússon heimsækir Austurland um helgina með glænýja uppistandssýningu sem hann kallar Sjónskekkju. Ferðafélögin á svæðinu verða á ferðinni, bæði gangandi og á hjólum.

Lesa meira

Stofna annan Ladies Circle klúbb á Egilsstöðum

Kynningarfundur og væntanlega um leið stofnfundur nýs félags innan Ladies Circle hreyfingarinnar hérlendis verður haldinn á Egilsstöðum í kvöld. Mikill áhugi hefur orðið til þess að biðlisti er inn í núverandi klúbb sem stofnaður var árið 2009. Stofnfélagi segir klúbbinn vera góða leið fyrir konur til að efla sitt tengslanet.

Lesa meira

Gengu tæpa 7000 km til styrktar Krabbameinsfélaginu - Myndir

Þátttakendur í Styrkarleikunum, sem fram fóru á Vilhjálmsvelli um helgina, gengu samtals 6.942 kílómetra. Gengið var til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Líkt og í lífinu skiptust á skin og skúrir á vellinum.

Lesa meira

Slökunarpúðinn Friður og ró frá Stöðvarfirði

Solveig Friðriksdóttir á Stöðvarfirði fékk fyrr á þessu ári styrk úr verkefninu Brothættar byggðir til að framleiða augnhvílur, eða slökunarpúðann Frið og ró, eins og hún kallar gripinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar