Nemendur í grunnskóla Vopnafjarðar komu saman í lok síðasta mánaðar og bjuggu þar til ýmis listaverkin í verkefni sem bar yfirskriftina „Skreytum bæinn okkar.“ Vonir standa til að listaverkum ungmennanna verði komið fyrir víðs vegar í bænum þegar fer að vora.
Hafrannsóknarstofnunin er jafnan ekki þekkt sem vörudreifingaraðili en það var þó fyrir fljóta hugsun og snör handtök starfsmanns hennar sem það tókst að dreifa fleiri hundruð fötum af gómsætri jólasíld úr Neskaupstað til sælkera fyrir sunnan.
Þurfi Austfirðingar að finna sér eitthvað til dundurs fyrir eða eftir að búið verður að greiða atkvæði á morgun er fjöldi viðburða skipulagður næstu þrjá dagana í flestum byggðarlögum.
Sabina Helvida flutti frá stríðshrjáðri Bosníu og Hersegóvínu til Íslands fyrir um tuttugu árum. Hún hefur síðan komið sér fyrir á Fáskrúðsfirði þar sem hún rekur fyrirtækið Jurtadís, en Sabina framleiðir og selur handgerðar sápur og náttúrulegar snyrtivörur.
Hinsegin nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) upplifa almennt öryggi og góðan stuðning að sögn Nönnu Imsland, náms- og starfsráðgjafa skólans. Markvisst er unnið að því að skapa öruggt umhverfi fyrir alla nemendur, og hinseginleikinn er sýnilegur hluti af skólastarfinu.
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir árlegri ljósagöngu sinni í dag. Gengið er gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár sérstök áhersla lög á stafrænt obeldi.
Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri sýnir jólasöngleik, sérstaklega sniðinn að börnum á aldinum 6-10 ára, í grunnskólum í Múlaþingi þessa vikuna. Opin sýning verður síðan í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í dag.
Þó listahátíðin LungA heyri sögunni til gildir ekki það sama um LungA-skólann á Seyðisfirði. Þvert á móti því þar er verið að auka námsúrvalið nánast á hverri önn þessi dægrin.