Það var glatt á hjalla í heita pottinum í sundlaug Egilsstaða í morgun þegar boðið var upp á árlegt jólakaffi. Heimabakaðar kökur voru á boðstólnum og rætt um stofnum kótelettufélags.
„Á næstu línu" er fyrsta ljóðabók Huldu Sigurdísar Þráinsdóttur. Hún segir grunntón bókarinnar vera leitina að ást og hamingju en hún leitist við að sjá skoplegu hliðarnar á mannlífinu.
Warén Music sendi um helgina frá sér hljómdiskinn „Ekki bara fyrir börn." Diskurinn inniheldur ellefu gamalkunnug amerísk þjóðlög með nýjum íslenskum textum.
Verkmenntaskóli Austurlands mætir Menntaskólanum í Sund í fyrstu keppni Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar keppnin hefst í janúar. Menntaskólinn á Egilsstöðum verður hins vegar í næst síðustu keppninni gegn Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Margir nýta tækifærið til að fá sér nýja hárgreiðslu fyrir jólin. Við fengum Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur og Arnfríði Hafþórsdóttur hjá Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði til að fara með okkur yfir nokkrar töff hárgreiðslur fyrir hátíðarnar.
Níundi bekkur Egilsstaðaskóla óskaði umsjónarkennurum sínum gleðilegra jóla með því að semja jólatexta við erlent lag og taka upp vandað myndband sem fylgdi með.
Tölur undanfarinna ára sýna að veltan er mest í jólaversluninni síðustu dagana fyrir jól. Við litum við í hönnunarbúðinni Húsi handanna og fórum yfir tíu sniðugar austfirskar afurðir í jólapakkann.
Steinunn Friðriksdóttir sendir fyrir jólin frá sér sína fyrstu ljóðabók sem heitir „Orð." Hún segir sálarhjálp fólgna í að yrkja ljóð og hún hafi viljað koma bókinni frá sér til að ljúka ákveðnum kafla í lífi sínu og byrjað á þeim næsta.