Austfirski trommarinn Kristinn Snær Agnarsson kom fram í sjónvarpsþætti David Letterman í Bandaríkjunum í gærkvöld í hljómsveit John Grant. Kristinn og félagar hans í hljómsveitinn flugu sérstaklega vestur um haf til að taka upp eitt lag fyrir þáttinn.
Austurfrétt óskaði eftir tilnefningum til nafnbótarinnar Austfirðingur ársins 2013 á milli jóla og ný árs. Margar góðar ábendingar bárust sem þér gefst nú meðal annarra kostur á að kjósa um. Austurfrétt veitir svo þeim sem flest atkvæði fær viðurkenningu.
Líkt og í fyrra stendur Austurfrétt fyrir vali á Austfirðingi ársins. Kosningin sjálf fer fram á nýja árinu en fyrst leitum við að tilnefningum. Sendið ykkar uppástungur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða komið þeim á framfæri á Facebook-síðu Austurfréttar.
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) veitti á sunnudag 29 styrki upp á 11,7 milljónir króna til einstaklinga og norðfirskra félagasamtaka. Styrkveitingar úr menningar- og styrktarsjóði félagsins námu alls 21,4 milljón króna fyrir árið 2013.
Fjölmörg austfirsk sveitarfélög standa fyrir áramótabrennum á morgun. Á Reyðarfirði og Djúpavogi verða brennurnar óvenju snemma í ár. Veðurspáin býður ekki upp á gott flugeldaveður.
Það er áhyggjuefni að farið sé í felur með kristna trú og tengsl hennar við jólin að mati séra Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests í Heydalasókn. Ekkert sé þó nýtt við að stjórnvöld telji kristna trú hættulega. Hún hafi þó til þessa staðið af sér flestar slíkar sóknir.
Hollvinasamtök sjúkrahússins á Seyðisfirði afhentu sjúkrahúsinu á milli jóla og nýárs sex sjúkrarúm og einn hægindastól. Söfnun hófst fyrir nýjum rúmum í fyrra og stendur enn.
Elísabet Kjerúlf frá Vallholti í Fljótsdal, á eina sögu í nýútkomnu smásagnasafni meðlima Rithringsins „Þetta var síðasti dagur lífs míns" sem kom út fyrir skemmstu.