Iðandi mannlíf á jólamarkaði Barra: Myndir

IMG 1406 webÁætlað er að um og yfir 2000 manns hafi lagt leið sína á árlegan jólamarkað Gróðrarstöðvarinnar Barra sem haldinn var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum í Fellum á laugardag.

Lesa meira

Sérstæð jólakveðja frá Seyðisfirði – Myndband

jolakvedja sfk sigrun huldSérstakt jólamyndband frá Seyðisfirði hefur notið mikilla vinsælda á veraldarvefnum. Leikkonan Sigrún Huld Skúladóttir, sem búsett er á Seyðisfirði flytur þar jólakvæðið sígilda „Heims um ból" (e. Silent Night) í vægast sagt óhefðbundinni útsetningu. Um það gildir sannarlega hið fornkveðna að sjón sé sögu ríkari.

Lesa meira

Saga KHB í 100 ár

KHB-kapa-forsÚt er komin bókin 100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa. Félagið var stofnað á Skeggjastöðum í Fellum 19. apríl árið 1909. Það á sér því aldar langa sögu og var á 20. öldinni einn af burðarásunum í austfirsku atvinnulífi með verslun og fjölbreytta starfsemi bæði á Héraði og niður á fjörðum. Við breytta viðskiptahætti og þróun samfélagsins í lok 20. aldar tók að harðna á dalnum í rekstri samvinnufélaga og neyddist KHB til að leita nauðasamninga árið 2009 á 100 ára afmælinu.

Lesa meira

Á Lödu Sport á flótta undan eldgosi á Seyðisfirði - Myndband

waltermitty seydisfjordur eldgosSeyðisfjörður tortímist í eldgosi í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty ef marka má nýjasta kynningarmyndband myndarinnar sem sett var á netið í dag. Ben Stiller stekkur þar upp í græna Lödu Sport þar sem leikarinn Gunnar Helgason er undir stýri.

Lesa meira

Eistnaflug tilnefnt sem tónlistarviðburður ársins

img 6172 fix01 webRokkhátíðin Eistnaflug 2013 hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlistarviðburður ársins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 á Neskaupsstað og hefur verið árlegur viðburður síðan.

Lesa meira

Aðventa lesin á sunnudaginn

skriduklausturAðventa Gunnars Gunnarssonar, sagan um Benedikt og svaðilfarir hans á Mývatnsöræfum, verður lesin að venju þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni verður hún lesin á fjórum stöðum: í Rússlandi, Þýskalandi, Reykjavík og á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.