Stoltur af 50.000 hlustunum á Spotify
Perla, lag Guðmundar R. Gíslasonar á Norðfirði, er nýlega komin í yfir 50.000 hlustanir á streymisveitunni Spotify. Nýjasta sólóplata hans, Einmunatíð, hefur einnig fengið góðar viðtökur.Spennandi að komast í ný sýningarrými
Sýning á vegum LungA-lýðháskólans opnaði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á föstudag. Skólastjóri segir spennandi fyrir nemendahópinn að takast á við nýtt sýningarrými eftir að hafa prófað flest þau rými sem til séu á Seyðisfirði þar sem skólinn starfar.Húsin ákveða hvernig dæmt verður
Fegurðarsamkeppni piparkökuhúsa verður haldin í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði í dag. Stjórnandi keppninnar segir engar fyrirframmótaðar reglur um hvernig húsin eru metin, það verði ákveðið út frá þeim húsum sem berist í samkeppnina.Tvö ár frá stóru skriðunni
Þess verður minnst á Seyðisfirði í dag að tvö ár eru liðin frá því að stór aurskriða féll á bæinn og olli mikilli eyðileggingu. Gefin er út bók til að minnast atburðanna og haldin athöfn. Þá halda Seyðfirðingar einnig upp á 100 ára afmæli kirkjunnar.Fjöldi kynnti sér starfsemi MVA á afmælishátíð
„Nákvæm dagsetning var 12.12 en við ákváðum að taka smá forskot á sæluna því sá dagur hentaði ekki jafn vel,“ sagði Sesselja Ásta Eysteinsdóttir, stjórnarformaður MVA, sem hélt upp á 10 ára afmælið fyrir skömmu
SÚN býður í skötuveislu í tilefni stórafmælis
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) býður Norðfirðingum í skötuveislu á morgun í tilefni þess að félagið er 90 ára í ár.Fyrsta sýningin í Ormsstofu opnuð
Sýningin Jarðtenging, sem fjallar um loftslagsmál, varð í síðustu viku fyrsta sýningin til að vera opnuð í Ormsstofu, sýningarrými í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.„Létum bara vaða á austfirska höfunda“
„Það er mjög fjölbreytt flóra í rithöfundalestinni í ár. Það eru bæði ljóðabækur og skáldsögur, sagnfræðileg rit og þýðingar og ég held að gróskan í austfirskri útgáfu hafi sjaldan verið meiri,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, hjá Skriðuklaustri.