Knattspyrna: KFA gerði sitt en Höttur/Huginn ekki

Knattspyrnufélag Austfjarða leikur áfram í annarri deild knattspyrnu eftir að hafa orðið undir á markahlutfalli í baráttunni um að komast upp. KFA vann Sindra örugglega í sínum síðasta leik en það skipti ekki máli þar sem Höttur/Huginn var engin fyrirstaða fyrir keppinautana í ÍR.

Lesa meira

Knattspyrna: Einherji unnið sjö leiki í röð

Lið Einherja í annarri deild kvenna er komið í toppbaráttu deildarinnar eftir sjö sigurleiki í röð. FHL tryggði áframhaldandi veru sína í Lengjudeild kvenna um helgina.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA þarf hjálp frá Hetti/Huginn til að komast upp

Á brattann er að sækja fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða í baráttu liðsins fyrir að komast upp í fyrstu deild karla í knattspyrnu að sumri eftir tap fyrir ÍR um helgina. KFA á enn möguleika en þarf líklega hjálp frá nágrönnum sínum í lokaumferðinni.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA aftur á sigurbraut með mörkum undir lokin

Knattspyrnufélag Austfjarða vann á ný eftir þrjá leiki án sigurs þegar liðið lagði KFG á laugardag. Höttur/Huginn á enn möguleika að læðast inn í toppbaráttu annarrar deildar karla eftir sigur á Þrótti í Vogum. Einherji tapaði í annarri deild eftir sjö sigurleiki í röð en toppbarátta annarrar deildar kvenna er enn galopin.

Lesa meira

Knattspyrna: Annar ósigur KFA í röð

Eftir fimmtán leiki í röð án ósigurs hefur KFA tapað tveimur leikjum í röð. Liðið féll úr toppsæti annarrar deildar karla þegar liðið tapaði fyrir Völsungi á heimavelli í gærkvöldi. Höttur/Huginn vann Sindra á sama tíma á Höfn.

Lesa meira

Vinna leiki á milli vakta

Lið Einherja í annarri deild kvenna er komið í baráttuna um að fara upp um deild í haust eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þjálfari liðsins segir hafa tekið tíma að spila liðið saman því hópurinn hafi ekki getað æft sem heild fyrr en mótið var komið í gang. Sumarið hefur síðan snúist um fisk og fótbolta.

Lesa meira

Fótbolti: Höttur/Huginn var liðið sem lagði KFA

Knattspyrnufélag Austfjarða tapaði sínum fyrsta deildarleik í sumar þegar liðið varð undir 2-1 gegn Hetti/Huginn á Vilhjálmsvelli á laugardag. FHL lagði Augnablik í ótrúlegum leik þar sem ellefu mörk voru skoruð. Kvennalið Einherja er komið í þétta toppbaráttu eftir sex sigurleiki í röð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar