Eggert Gunnþór Jónsson og Hlynur Bjarnason munu stýra liði Knattspyrnufélags Austfjarða í annarri deild karla út tímabilið. Gengið var frá starfslokum Mikaels Nikulássonar um helgina.
FHL er komið í tíu stiga forustu í Lengjudeild kvenna og er 12 stigum frá liðunum sem geta ógnað því að það komist upp í úrvalsdeild. Í annarri deild karla hefur toppbaráttan harðnað eftir tvo tapleiki KFA í röð.
Íslensku makrílveiðiskipin hafa undanfarna daga þokast jafnt og þétt til norðurs. Veiði er enn innan íslensku landhelginnar en hún er afar sveiflukennd.
Grímur Magnússon í Neskaupstað fékk í vetur Eldmóðinn, viðurkenningu sem veitt er fyrir óeigingjarnt starf í þágu blakíþróttarinnar á Íslandi. Grímur var annar stofnenda blakdeildar Þróttar og starfaði fyrir deildina í áratugi sem stjórnarmaður, þjálfari, dómari og sinnti einnig öðru sem þurfti að gera.
Daníel Baldursson úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) varð í íslenska landsliðinu sem varð í fimmta sæti í keppni með trissuboga á Evrópumóti U-21 árs í bogfimi innanhúss. Það er besti árangur sem liðið hefur náð. Daníel varð svo í 17. sæti í einstaklingskeppninni og stefnir á að ná enn lengra í greininni.
FHL vann sinn áttunda sigur í röð í Lengjudeild kvenna um helgina. Liðið er hársbreidd frá því að fara upp um deild. KFA tapaði mikilvægum leik gegn Víkingi Ólafsvík í toppbaráttu annarrar deildar karla.
Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Hattar, átti frábært tímabil í vetur þar sem liðið komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Það er þó ekki sjálfsagt að hann sé á þessum stað í dag, þegar tilboð barst frá Hetti sumarið 2021 var hann kominn á fremsta hlunn með að hætta í körfuboltanum þar sem hann komst ekki áfram hjá uppeldisfélagi sínu Njarðvík.
Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur yfirgefið Hött eftir þriggja ára starf sem annar tveggja þjálfara meistaraflokks og yfirþjálfari yngri flokka. Á þessum tíma hefur meistaraflokknum tekist að halda sér í úrvalsdeild karla og komast í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í sögu félagsins auk þess sem fjöldi yngri iðkenda hefur tvöfaldast.