Við dyrnar: Hugleiðing á aðventu

thorgeir arason webEitt af því sem einkennir jólin er það, að víða er barið að dyrum.

Við förum í heimsóknir til ættingja vina, knýjum dyra og það verða fagnaðarfundir, gjarnan yfir indælum kvöldverði. Einn af ritningartextum aðventunnar í kirkjunni dregur einmitt upp mynd af dyrum, sem Jesús knýr á og biður um inngöngu. Þetta eru hvorki meira né minna en dyrnar að okkar lífi og hjarta. Þennan texta er að finna í Opinberunarbókinni og þar segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér" (Opb. 3.20).

Lesa meira

Atómskáld á Alþingi

stefan bogi mai2012 webSigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sjálfur talað um upphaf sitt í pólitík. Hann hefur lýst því þegar haft var samband við hann austan af landi og hann beðinn að koma í heimsókn og ræða stöðuna í stjórnmálunum. Þegar þangað var komið beið eftir honum hópur af fólki og ræðustóll þar sem honum var sagt að fara upp og halda framboðsræðu til formanns í Framsóknarflokknum. Ég veit að þetta er satt. Ég var þarna.

Lesa meira

Minningabrot úr bókinni Allt upp á borðið

vill brekku allt upp a bordid kapa webHaustið 2004 fluttum við Margrét til Seyðisfjarðar. Þá voru liðin 72 ár síðan við fórum þangað forðum, þá til vetrardvalar. Nú var dvalartími óráðinn, raunar óræður.

Margrét þarfnaðist umönnunar sem naumast eða ekki var unnt að veita í heimahúsum. Minnisskerðing er eitt þeirra orða sem notuð eru um hennar sjúkleika. Sjóndepra hafði þá einnig mjög háð konu minni um skeið. – Og við vorum orðin níræð.

Lesa meira

Úr Skriðdælu: Minnisverð ganga

SkriddaelaSunnudaginn 16. október 1913 var ákveðið að fara í göngu á afréttirnar. Mig minnir það vera þriðja ganga. Þennan dag var messað í Þingmúla og á eftir voru kirkjugestir að tala um að nú fengjum við gangnamenn gott veður en göngur höfðu mistekist áður um haustið vegna hinnar illræmdu Austfjarðaþoku. Gangnamenn söfnuðust saman á innstu bæjum áður en lagt var á stað í gangnakofann til gistingar og segi ég fyrst frá Múlamönnum.

Lesa meira

Aðventuljóð trúleysingjans

agnes vogler webAðventukransinn er ein uppáhalds jólahefðin mín. Það er svo gaman að föndra kransinn, hafa afsökun til að baka eitthvað gúmmulaði fjóra sunnudaga í röð, kveikja á kertum og njóta samverustundar með fjölskyldunni. Þá er líka algjörlega nauðsynlegt að syngja aðventuljóðið „Við kveikjum einu kerti á". Með aldrinum og aukinni meðvitund um eigið trúleysi hefur textinn hins vegar staðið fastar og fastar í mér.

Lesa meira

Er trix að nota Netflix?

gardar valur hallfredsson webUndanfarin misseri hafa farið fram yfirborðskenndar umræður á net- og sjónvarpsmiðlum um lögmæti og jafnvel ágæti þess að sækja og skoða afþreyingarefni á netinu, sér í lagi á erlendri þjónustu er kallast Netflix, einnig heimasíðu sem kallast flix.is en ég ætla ekki að fjalla sérstaklega um hana hér.

Lesa meira

Hverju má kosta til að vera jákvæður?

gunnarg april1306„Í guðanna bænum verið jákvæð fyrir breytingunni frekar en endalaust neikvæð. Það gerir bara illt verra," voru lokaorð Gunnhildar Ingvarsdóttur, bæjarfulltrúa sem sæti átti í starfshópi sem skilaði nýverið skýrslu um framtíð Hallormsstaðarskóla. Fleiri fulltrúar úr sveitarstjórnum tóku í sama streng.

Lesa meira

Tökum gæði fram yfir magn

sigrun halla webÞað er til eitthvað sem heitir góð hönnun. Þegar um góða hönnun ræðir er oftar en ekki verið að leysa vandamál og finna nýjar spennandi leiðir. Þó svo að það hljómi klisjukennt og háfleygt þá á góð hönnun að bæta heiminn á einhvern hátt.

Lesa meira

Er þetta örugg leið í skólann?

gudny hrund runarsdottirVið viljum öll að börnin okkar komist heil og höldnu í skólann. Ég get því miður ekki sagt að mér finnist barnið mitt vera öruggt á leið sinni í skólann. Gangbrautin milli leikskólans Lyngholts og Grunnskólans á Reyðarfirði er slysagildra!

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar