Millilandaumferð eykst um Egilsstaðaflugvöll
Fjórar millilandaflugvélar hafa haft viðkomu á Egilsstaðaflugvelli það sem af er degi. Þrjár þotur frá Iceland Express og ein frá Flugleiðum.
Fjórar millilandaflugvélar hafa haft viðkomu á Egilsstaðaflugvelli það sem af er degi. Þrjár þotur frá Iceland Express og ein frá Flugleiðum.
Þórunn Egilsdóttir skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarmenn á Vopnafirði hafa undanfarin ár verið í samstarfi með öðrum á Vopafirði, fyrst undir merkjum Vopnafjarðarlistans og síðan K-lista félagshyggjufólks og verið með meirihluta í sveitarstjórn.
Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.
Landað var úr tveimur bátum, Ragnari og Guðmundi Sig á Breiðdalsvík á sumardaginn fyrsta.
Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, 13. apríl síðastliðinn, voru teknar til afgreiðslu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, Fjárafl. Umsóknarfrestur rann út um miðjan mars, alls bárust sjóðnum níu umsóknir.
Samkvæmt heimildum agl.is er Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, ekki búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn. Hermt er að hún verði næsti bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.