Síldarvinnslan hyggst fara af stað með átak í öryggismálum en slysatíðni í fiskvinnslu á Íslandi er áhyggjuefni og vill Síldarvinnslan sýna gott fordæmi og setja öryggismál starfsmanna fyrirtækisins á oddinn.
„Við vonumst eftir almennri hugarfarsbreytingu gagnvart Pésanum meðal nemenda og samhug um útgáfu málefnalegs blaðs sem ekki ýtir undir einelti eða „slutshaming", segir Rebekka Karlsdóttir.
Veginum yfir Oddsskarð var lokað eftir hádegi. Mikil hálka er á veginum og hvasst þannig að bílar lentu út af veginum. Búið er að fresta íbúafundi sem vera átti á Norðfirði í kvöld.
Bókari starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, Sóma, varð þess áskynja við gerð ársreiknings að ekki væri allt með felldu við fjárreiður fyrrverandi gjaldkera. Reikningur fyrir laseraðgerð varð til þess að farið var að skoða málin. Gjaldkerinn var í gær dæmdur til fangelsisvistar fyrir að nota peninga úr sjóðum félagsins til eigin nota og umboðssvik þar sem hann ráðstafaði fjármunum félagsins án heimildar stjórnar.
Árni Ólason, áfangastjóri Menntaskólans á Egilsstöðum, hvatti nemendur til að hætta útgáfu Pésans á málþingi sem haldið var um blað nemenda í skólanum í gær. Þeir nemendur sem orðið hafi fyrir barðinu á blaðinu skipti hundruðum.
Samkvæmt nýrri reglugerð um lögregluumdæmi landsins er gert ráð fyrir lögreglustöð á Seyðisfirði. Hún hefur hins vegar ekki verið þar í sjö ár og fjárheimildir lögreglustjórans á Austurlandi gera ekki ráð fyrir því.
Þingkonan Líneik Anna Sævarsdóttir segist hafa þurfti tíma til að átta sig á nýjum baráttuaðferðum ungra kvenna fyrir réttindum sínum. Þótt ýmislegt hafi áunnist eru enn múrar sem rífa þurfi niður.
Fyrrum lögreglumaður í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir brot í opinberu starfi, fjársvik og rangar sakargiftir. Lögreglumaðurinn stundaði að sekta ferðamenn fyrir of hraðan akstur og stinga sektargreiðslum í eigin vasa.
Viðræðum samninganefndar bæjarstarfsmanna innan BSBR, sem Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) er aðili að, og samninganefndar sveitarfélaganna var í síðustu viku vísað til ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið er í gangi.
Starfshópur, sem forsætisráðherra skipaði í vor til að kanna möguleika á reglulegum millilandaflugi um vellina á Egilsstöðum og Akureyri, leggur til að stutt verði við uppbyggingu nýrra flugleiða til landsins með sérstökum sjóðum. Beinar skatttekjur af millilandaflugi eru áætlaðar 300-400 milljónir króna.