Framboðsmál í deiglunni

Framboðsmál stjórnmálaaflanna í Fjarðabyggð vegna bæjarstjórnarkosninganna á vori komandi eru nú í deiglunni. Ljóst er að tíminn til kosninga styttist óðum og tíminn til að raða fólki á framboðslistana er ekki ótakmarkaður.

Lesa meira

Stefán Bogi tekur slaginn í Austrakjallaranum

Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA, tilkynnti í morgun um framboð sitt í prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta tilkynnti hann félögum sínum á reglulegum laugardagsfundi Framsóknarmanna í Austrakjallaranum á Egilsstöðum. Stefán sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins.

 "Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess." segir Stefán Bogi meðal annars í bloggfærslu  sinni um ákvörðun sína. Hann telur megi sækja fram á veginn í atvinnumálum og að sóknarfæri séu fyrir hendi þrátt fyrir að núverandi meirihluti skili ekki góðu búi.

Stefán er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins í mörg herrans ár. Meðal annars átt sæti í stjórn ungra Framsóknarmanna. Að undanförnu hefur Stefán notið hvað mestrar hylli í spurningaliði Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvari. Talið hefur verið tímaspursmál meðal áhugamanna um bæjarmál hvenær Stefán tilkynnti um ráðahag sinn. 

 Lesið blogg Stefáns  

stefan_bogi_sveinsson.jpg

Framtíð RÚV í vj fréttamönnum

Ríkisútvarpið ætlar að leggja aukna áherslu á svokallaða „vj-fréttamenn“ það eru fréttamenn sem geta bæði myndað og sagt fréttir. Hlutur frétta af landsbyggðinni í landsfréttum á síst að minnka þótt svæðisbundnar útsendingar leggist af.

 

Lesa meira

Keppnin um Ormsbikarinn eftirsótta

istolt_egilsstadavik.jpg
Hið árlega Ístölt Austurland verður haldið í Egilsstaðavík við Egilsstaði laugardaginn 27. Febrúar næstkomandi. Egilsstaðavíkin liggur við Lagarfljót rétt við Gistiheimilið á Egilsstöðum. Mótið hefur verið fastur liður í vetrardagskránni á Austurlandi undanfarin ár og er mest sótti hestaviðburður á Austurlandi ár hvert. Gestir, jafnt áhugamenn sem atvinnumenn, frá öðrum landshornum hafa undanfarin ár heiðrað Austfirðinga með nærværu sinni, og gert mótin að frábærri skemmtun.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Tölt unglinga
Tölt áhugamanna
Tölt opin flokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
Fljúgandi skeið*

Skráningargjöld verða kr. 3.500,- per skráning og greiðast á staðnum. Hægt er að skrá sig á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Keppt verður um Ormsbikarinn Eftirsótta í tölti opnum flokki. Sigurvegarar undanfarinna ára eru: 
2009 – Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ 
2008 – Hinrik Bragason og Skúmur frá Neðri Svertingsstöðum 
2007 – Daníel Jónsson og Þóroddur frá Þóroddsstöðum 
2006 – Guðmundur Björgvinsson og Taktur frá Tjarnarlandi
2005 – Leó Geir Arnarson og Börkur frá Litlu Reykjum

Keppt verður um Skeiðdrekann í A-flokki gæðinga. Sigurvegarar Skeiðdrekans síðustu árin eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Freydís frá Steinnesi
2008 – Hinrik Bragason og Smári frá Kollaleiru
2007 – Þórður Þorgeirsson og Ás frá Ármóti (skeið)
2006 – Fjölnir Þorgeirsson og Lukkublesi frá Gýgjarhóli (skeið)

Keppt verður Frostrósina í B-flokki gæðinga. Sigurvegarar Frostrósarinnar hingað til eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Sindri frá Vallanesi
2008 – Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti

Athygli er vakin á því að heimamaður hefur enn ekki lyft neinum af höfuðbikurum mótsins!

*mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður keppni í fljúgandi skeið ef þáttaka verður ekki nægjanleg.

Allar nánari upplýsingar vegna mótsins er að finna á heimasíðu Freyfaxa www.freyfaxi.net og fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Mynd: Frá Ístölt Austurland í Egilsstaðavík. Ljósmynd: Jónas Gunnlaugsson. 

Stórhólskindur suður í Hornafjörð

Þær 160 kindur sem teknar voru úr vörslu ábúenda á Stórhóli í Álftafirði fyrir viku eru á leið suður í Hornafjörð. Samkvæmt heimildum agl.is hefur fjárbóndi þar keypt kindurnar. Þetta varð lausn málsins að loknum fjögurra daga andmælafresti ábúenda sem rann út á mánudag.

 

Lesa meira

Fljótsdalshérað lækkar skotlaun

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur ákveðið einhliða að lækka skotlaun til ráðinna grenjaskytta í sveitarfélaginu.

Lesa meira

160 kindur teknar á Stórhóli

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er með 160 kindur í sinni vörslu sem teknar voru á sauðfjárbýlinu Stórhóli í gærkvöldi. Húsakostur á staðnum var ekki talinn ráða við allar þær kindur sem þar voru.

 

Lesa meira

Loðna til Fáskrúðsfjarðar

Nú stendur yfir löndun úr síðasta norska skipinu sem kom með loðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð. Alls verður nú landað 3.600 tonnum úr fjórum norskum skipum.

Lesa meira

Mótmælum við RUV seinkað

Fyrirhuguðum mómælum vegna niðurskurðar Ríkisútvarpsins á Austurlandi, sem vera áttu við starfsstöð RÚVAust á Egilsstöðum kl. 14:00, hefur verið seinkað til 16:00 vegna landsleiks Íslendinga og Frakka í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik. Tímasetningu fjölda viðburða víða um land hefur verið hnikað til vegna leiksins.

Kindur teknar af Stórhóli

Lögregla, ásamt fleiri aðilum að beiðni Matvælastofnunnar, tók kindur úr vörslu ábúenda á sauðfjárbúinu Stórhóli í Álftafirði í gær. Ábúendur hafa fjögurra sólarhringa andmælafrest. Þeir voru í lok seinasta árs sektaðir fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar