Guðni Th. vinsælastur meðal Austfirðinga

Yfir 80% kjósenda á Austurlandi velja Guðna Th. Jóhannesson sem næsta forseta. Austfirðingar virðast einnig óánægðari en flestir aðrir með ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar með að bjóða sig ekki fram aftur.

Lesa meira

2,5 milljónir austur til atvinnumála kvenna

Fjögur austfirsk verkefni fengu samanlagt 2,5 milljónir króna þegar félags- og húsnæðismálaráðherra úthlutaði verið styrkjum til atvinnumála kvenna.

Lesa meira

Skrautleg umræða um Skógræktina: Þingmenn nánast grátbólgnir í faðmlögum af fögnuði

Umhverfisráðherra mælti í gær fyrir breytingu á ýmsum lögum sem snúa að skógrækt sem eru forsenda þess að Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt verði sameinuð í eina stofnun. Þingmenn fögnuðu frumvarpinu en umræðan var með skrautlegra móti. Farsími eins hringdi í ræðustól og annar rifjaði upp veisluhöld frá því Skógrækt ríkisins var flutt austur fyrir aldarfjórðung.

Lesa meira

Óttast að loka þurfi stígnum upp að Hengifossi: Þetta er afleit staða

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps óttast að grípa þurfi til lokana á stígnum upp að Hengifossi, einni vinsælustu náttúruperlu Austurlands, vegna versnandi ástands hans við ákveðnar aðstæður. Umsókn hreppsins til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrk í ár var hafnað.

Lesa meira

Kransæðasjúkdómar algengasta orsök sjúkraflugs

Kransæðasjúkdómar eru algengustu veikindin þegar óskað er eftir sjúkraflugi frá Austurlandi. Læknir segir að læknar eystra þekki best aðstæður þegar taka þurfi ákvörðun um flutning sjúklings með slík veikindi.

Lesa meira

Hluta Nesskóla lokað vegna myglusvepps

Ákveðið hefur verið að loka jarðhæð í vesturálmu Nesskóla í Neskaupstað tímabundið vegna myglusvepps. Ráðist verður í endurbætur á húsnæðinu í annað sinn á tveimur árum.

Lesa meira

Fljótsdalshérað: Meirihlutinn klofnaði og tillaga um sameiningu tónskóla felld

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs felldi á fundi sínum í gær tillögu um sameiningu Tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ undir einum hatti Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs. Fulltrúar Á-lista, sem mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Héraðslista, greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt minnihluta framsóknarmanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.