Neskaupstaður var eina bæjarfélagið með nægt leikskólapláss

Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar og fyrsti skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna, baráttuhóp fyrir jafnrétti kynjanna, upp úr 1970. Gerður flutti austur fljótlega eftir að hreyfingin var stofnuð og hélt áfram uppteknum hætti þar. Hún var meðal frummælanda á nýafstaðinni ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu á Austurlandi þar sem hún rifjaði þessa tíma upp.

Lesa meira

„Hvert fjall er einstakt“

Sjómannsferill Stefáns Viðars Þórissonar hófst um leið og hann lauk grunnskóla. Í tæp tuttugu ár var hann á úthafstogurum á vegum Deutsche Fischfang Union (DFFU), fyrst sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri á frystitogara. Túrarnir eru langir en á milli gefast góð frí sem Stefán hefur nýtt í að ganga á nokkur af hæstu fjöllum hverrar heimsálfu.

Lesa meira

Spurningakeppni um glæpasögur

Hið íslenska glæpafélag stendur í dag fyrir barsvari víða um land til að halda upp á 25 ára afmæli sitt. Spurningakeppnin er haldin í samvinnu við bókasöfn landsins og verður ein slík á Egilsstöðum.

Lesa meira

Kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju vegna forvarnardags sjálfsvíga

Tíundi september ár hvert er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga sem bæði er helgaður baráttu gegn sjálfsvígum en ekki síður til að minnast þeirra er fallið hafa fyrir eigin hendi. Deginum verður gert hátt undir höfði bæði með sérstakri kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju annað kvöld og með fyrirlestri á neðri hæð Heilsugæslunnar á Egilsstöðum eftir hádegið.

Lesa meira

Helgin: Meira en bara pönk á Austur í rassgati

Sex hljómsveitir koma fram á tónlistarhátíðinni Austur í rassgati sem haldin verður í fimmta skipti í Neskaupstað um helgina. Pönkhljómsveitir mynda uppistöðuna í hátíðinni þótt þar leynist popp inn á milli.

Lesa meira

Halda netnámskeið fyrir konur með ADHD

Tveir sérþjálfaðir ADHD markþjálfar fara í haust af stað með netnámskeið fyrir konur með ADHD. Sambærileg námskeið hafa til þess aðeins verið aðgengileg konum sem búa á eða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Endurvekja ljósakvöld á afmælisári Steinasafns Petru

Það upplifun ein og sér að ganga inn í stórt og mikið Steinasafn Petru á Stöðvarfirði og vitna sífellt stækkandi fjölda afar forvitnilegra steina úr íslenskri náttúru. Það enn betri upplifun þegar garðurinn sá er upplýstur af fleiri hundruð kertum.

Lesa meira

Börnin best í að kortleggja gönguleiðirnar

Nemendur í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla kortlögðu í vor gönguleiðir, meðal annars frá heimilum að skólum, í byggðarlögunum. Krakkarnir lærðu grunnatriði í kortagerð en afraksturinn nýtist vel til að sjá hvar bæta þurfi aðbúnað gangandi vegfarenda.

Lesa meira

Fjallkonan snýr heim

Minjasafn Austurlands, Héraðsskjalasafn Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands hafa í sumar öll verið með sýningar um austfirskar konur. Á Minjasafninu eru í fyrsta sinn á Austurlandi sýndir mundir sem fundust við rannsóknina á munum fjallkonunnar sem fannst við Vestdalsvatn sumarið 2004.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar