Brunaslönguboltakeppni hverfa Neskaupstaðar einn hápunktur Neistaflugs
Eina stóra hátíðin austanlands um komandi Verslunarmannahelgi er Neistaflug í Neskaupstað. Hátíðin nú með stærsta sniði um tíma og herlegheitin hefjast strax í kvöld.
Pabbi og afi hvöttu mig til að verða flugmaður
Freydís Guðnadóttir frá Fáskrúðsfirði verður flugmaður Dash-8 flugvélar Icelandair sem verður til sýnis á Egilsstaðaflugvelli sem hluti af hátíðinni „Flug & fákar“ á sunnudag.Búist við húsfylli á hagyrðingamótið
Mikill áhugi er á hagyrðingamóti og kótelettukvöldi sem haldið verður í Fjarðaborg á Borgarfirði eystra um helgina. Fjörutíu ár eru síðan hátíðahald hófst þar um verslunarmannahelgi með dansleik á vegum kvenfélagsins.Veltir fyrir sér ókunnugu fólki
Ljósmyndarinn Dagný Steindórsdóttir opnaði nýverið sína aðra einkasýningu á Vopnafirði þar sem hún veltir fyrir sér lífi ókunnugs fólks sem á vegi hennar verður á stöðum þar sem hún er í raun sú ókunnuga.Sex ungir listamenn í Fjarðabyggð bjóða á lokasýningu Skapandi sumarstarfa
Líf færist í braggann við Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði á morgun þegar sex ungir listamenn úr Fjarðabyggð opna þar sýningu sína Náttúrulögmál.
„Góðum hugmyndum umsvifalaust komið í framkvæmd“
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hóf nýstárlegt samstarf við Vopnafjarðarhrepp í vor um að taka ríkan þátt í Skapandi sumarstörfum í hreppnum. Sjaldan eða aldrei verið jafn mikið í boði fyrir ungmennin né heldur uppákomurnar fleiri.
„Það var kalt á Suðurskautinu!“
Hálfdán Helgi Helgason, líffræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Austurlands dvaldi í vetur í tvo mánuði á Suðurskautslandinu. Þar vann hann við fuglarannsóknir á vegum Norsku heimskautastofnunarinnar.Halda uppskeruhátíð Þinghánna til að börnin kynnist betur
Eftir tæpan mánuð fer fram fyrsta sinni sérstök uppskeruhátíð sem að standa þrjár konur úr Hjaltastaða- og Eiðaþinghá sem vilja fyrir alla muni þjappa öllum íbúum saman og ekki síst gefa börnum á svæðinu færi á að kynnast miklu betur.