Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Fjarðarheiði varð að listaverki á sýningu sem nú stendur yfir í Skaftfelli á Seyðisfirði. Listamaðurinn segir merkilegt að hafa komið austur á Seyðisfjörð og upplifað „affirringu."
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur um helgina fyrir leiklistarnámskeiði fyrir nemendur í 8. -10. bekk á Eiðum. Talsmaður félagsins segir markmiðið að ala upp leikhúsfólk framtíðarinnar.
Karl Sölvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar segir að stefnt sé að því að fjölga enn frekar starfstengdum námskeiðum sem tengjast tækni og tæknimenntun og þjóna fólki og fyrirtækjum. Hann segir viðburði á borð við Tæknidag fjölskyldunnar mjög mikilvæga til að efla vitund um gildi tæknimenntunar.
Nemendur á listnámsbraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum hafa að undanförnu stundað nám í vöruhönnun en áfanginn er nú kenndur í fyrsta sinn á listnámsbraut skólans.
Tónlistarmennirnir Sindre Myrbostad og Hugo Hilde frá Sortland í Noregi og Garðar Eðvaldsson frá Eskifirði á Íslandi munu leggja land undir fót á næstu mánuðum. Sindre og Hugo munu dvelja í Jensens-húsi á Eskifirði en Garðar verður í Vesterålen. Þessir listamenn njóta góðs af samstarfi menningarráða Austurlands og Vesterålen í Noregi.
Óvenju gestkvæmt hefur verið á ritstjórnarskrifstofu Austurfréttar í dag þar sem 95 furðuverur komi í heimsókn og tóku lagið á öskudaginn. „Krummi krunkar úti" var vinsælasta lag dagsins.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi og Gunnarsstofnun í samstarfi við Menntaskólann á Austurlandi og Rithöfundasamband Íslands standa á næstunni fyrir þriggja helga námskeiði í ritlist.
Austfirðingum gefst tækifæri til að kynna sér háskólanám í Menntaskólanum á Egilsstöðum á morgun. Verkefnastjóri segir fjölbreytt nám við allra hæfi í boði.
Austfirski tónlistarmaðurinn Hlynur Jökulsson sendi nýverið frá sér sína fyrstu sólóplötu, Letters & Tattletales. Hann segist hafa fengið hvatningu frá systur sinni til að koma plötunni út.