Súðbyrðingur: Saga báts
Heimildamyndin Súðbyrðingur - saga báts eftir Ásdísi Thoroddsen verður sýnd í Seyðisfjarðarbíói, annan í páskum, 25. apríl, klukkan 20:30.
Heimildamyndin Súðbyrðingur - saga báts eftir Ásdísi Thoroddsen verður sýnd í Seyðisfjarðarbíói, annan í páskum, 25. apríl, klukkan 20:30.
Síðastliðinn fimmtudag, 14. apríl, héldu strákarnir í hljómsveitinni Miri tónleika til að fagna tímamótum á ferli sínum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, "Okkar", sem hlotið hefur góðar viðtökur hérlendis, mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í næsta mánuði, auk þess sem hljómsveitin afhjúpaði nýjasta meðlim sinn, Skúla Magnússon. Tónleikarnir fóru fram í Vegahúsinu í Sláturhúsinu og var þar mikið stuð.
Austfirðingarnir Ingólfur Magnússon og Þórunn Gréta Sigurðardóttir héldu útskriftartónleika sína sem tónskáld frá Listaháskóla Íslands um helgina.
Fyrirhuguð Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði fékk hæsta styrkinn þegar Menningarráð Austurlands úthlutaði styrkjum um seinustu helgi. Alls var úthlutað 63 styrkjum fyrir alls 26 milljónir króna. Við sama tilefni var endurnýjaður samningur við mennta- og menningarmála- og iðnaðarráðuneytið um stuðning þeirra við menningu og listir á Austurlandi til ársins 2013.
Sumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar verður haldin í Hjaltalundi annað kvöld. Á dagskránni verður söngur, gleði, glens og gaman.
Tveir vaskir piltar í Verkmenntaskóla Austurlands stóðu fyrir Subarudegi í Neskaupstað í seinustu viku. Fimmtán nemendur og kennarar mættu á bílum sínum. Sölustjóri bifreiðanna hér á landi segir daginn sýna stöðu Subaru sem landsbyggðarbifreiðar.
Á morgun verður í þriðja sinn gengin píslarganga frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Tvær nýjar sýningar voru þar opnaðar um seinustu helgi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.