![](/images/stories/news/2017/Milljarður_rís.jpg)
![](/images/stories/news/2017/Milljarður_rís.jpg)
![](/images/stories/news/folk/alexander_ingi_jonsson_gb_feb17_web.jpg)
Syngur og dansar í sturtu
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur og keppa við Flensborgarskóla í sjónvarpssal þann 24. febrúar. Fyrirliði liðs ME, Alexander Ingi Jónsson, er í yfirheyrslu vikunnar.
![](/images/stories/news/folk/elmar_bragi.jpg)
Seyðfirðingur tilnefndur til Edduverðlauna: Var í skýjunum þegar ég frétti af þessu
Elmar Bragi Einarsson frá Seyðisfirði er meðal þeirra sem tilnefndur eru til Edduverðlaunanna í ár . Tilnefninguna hlýtur hann fyrir tæknibrellur í stuttmyndinni Ljósöld sem var útskriftarverkefni hans úr Margmiðlunarskólanum. Tilnefningin kom honum á óvart.![](/images/stories/news/folk/Elías_Geir_Eymundsson2.jpg)
„Ég ætla að taka þátt og vera til“
„Að koma þarna upp og finna fyrir orkunni í salnum var hrein geggjun. Mér hefur heldur aldrei leiðst og það var ómetanlegt að fá að þakka fyrir sig með þessum hætti,“ segir Elías Geir Eymundsson, sem kom öllum að óvörum þegar hann steig á svið á þorrabótinu á Reyðarfirði á bóndadaginn og þakkaði samfélaginu veittan stuðning í erfiðum veikindum sínum á síðasta ári.![](/images/stories/news/folk/gettubetur_me_2017_0015_web.jpg)
Gettu betur: ME í sjónvarpið eftir sjö ára hlé
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í sjónvarpshluta spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Liðið burstaði Fjölbrautaskóla Suðurnesja á mánudag en sama dag féll Verkmenntaskóli Austurlands úr leik með minnsta mögulega mun.
![](/images/stories/news/2017/thorunn_olafsdottir_austfirdingur_2016_web.jpg)
Þórunn Ólafsdóttir Austfirðingur ársins 2016
Þórunn Ólafsdóttir frá Fáskrúðsfirði var valin Austfirðingur ársins 2016 af lesendum Austurfréttar. Þórunn hlýtur viðurkenninguna fyrir störf sín til hjálpar flóttamönnum og fyrir að vekja athygli á kynferðislegri áreitni í garð fiskvinnslufólks.
![](/images/stories/news/2017/Charles_Ross.jpg)
Reyndi að setja sig í spor Stórval við tónsmíðina
„Stórval er tónverk sem ég samdi um málverk Stefáns frá Möðrudal, eða Stórval. Mér finnst hann og verkin hans áhugaverð og ég reyndi að taka stemmninguna úr þeim og setja í tónverkið mitt, reyndi að skrifa það eins og málari,“ segir Charles Ross, höfundur verksins, en hann er einn meðlimur Stelks, sem mun flytja verkið í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið.
![](/images/stories/news/2017/Aðalsteinsmótið_í_Bridge.jpg)
„Margir fóru heim ríkari en þeir komu“
„Þarna mátti sjá menn frá Reykjavík og nágrenni, Siglufirði, Akureyri, Dalvík og víða að Austurlandi,“ segir Sigurður Freysson, meðlimur í Bridgefélagi Fjarðabyggðar, en mót til minningar um Aðalstein Jónsson var haldið í Valhöll um helgina.
![](/images/stories/news/2017/Edrúfélag_ME.jpg)