Tveir sérfræðingar í klínískri sálfræði halda tveggja daga námskeið á Austurlandi í sjálfsstyrkingu og bættum samskiptum. Sérfræðingarnir segja að fólk viti oft hvað það þurfi að gera til að efla sjálft sig en átti sig ekki á hvernig það geti hugsað hlutina öðruvísi.
„Þetta er draumalengd og draumafjöldi á þætti eftir að hafa verið með rúmlega þriggja klukkustunda þátt alla virka morgna,“ segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson sem er nýfarinn af stað með vikulegan þátt á Rás 2.
Bændur á Hlíðarenda í Norðurdal í Breiðdal urðu nokkuð hissa þegar þeir voru að smala um síðustu viku og sáu að nokkrum tímum fyrr hafði bæst í bústofninn.
Það hefur vart farið framhjá neinum að kanadíska poppstjarnan Justin Bieber kom hingað til lands á dögunum og hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi. Stærstur hluti tónleikagesta voru ungar stúlkur sem margar hverjar hafa verið einlægir aðdáendur hans í áraraðir þrátt fyrir ungan aldur. Ein þeirra er Móeiður Guðmundsdóttir frá Reyðarfirði.
Haustið skartar ekki bara fjölbreyttum litum í náttúrunni heldur líka austfirsku tónlistarlífi þar sem um helgina verður gospelnámskeið á Eskifirði og pönktónleikar í Neskaupstað. Fjöldi annarra fjölbreyttra viðburða er í boði og komið er að ögurstundu fyrir liðin í fyrstu deildinni í fótbolta.
Félagar úr Soroptimistaklúbbi Austurlands komu heim með fullar fötur eftir að hafa farið í berjamó í Hallormsstaðarskógi um helgina. Unnið verður úr berjunum til að afla fjár fyrir starfsemi klúbbsins.
Tríó frá Þraut – miðstöð vefjagigtar, er statt á Austurlandi í dag og á morgun með fræðslu um sjúkdóminn fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Framkvæmdastjóri Þrautar segir þekkingu á sjúkdóminum hafa aukist verulega síðustu ár.
„Mér finnst líka þegar ég horfi til baka að hún hafi á einhvern hátt vitað að hún fengi ekki úthlutuðum löngum tíma í þessari jarðvist en bæði var hún mjög ævintýragjörn og alltaf að flýta sér,“ segir Álfheiður Hjaltadóttir frá Reyðarfirði sem var í opnuviðtali Austurgluggans fyrir stuttu.