Flytur frumsamin tónverk út frá austfirsku umhverfi
Fiðluleikarinn Eva Mjöll Ingólfsdóttir heldur tvenna tónleika á Austfjörðum í dag og á morgun. Á efniskránni eru verk sem hún hefur samið eftir að hafa dvalist eystra.
Reyðfirðingar í Ghetto betur: Keppa í að fela dóp
Upp er að renna stór helgi fyrir Reyðfirðinga, í kvöld keppa þeir Andri Freyr og Helgi Seljan í spurningaþætti fyrir hönd sveitunga sinna, á morgun er haldin Bryggjuhátíð á Reyðarfirði og á sunnudaginn er haldið uppá Hernámsdaginn.BLIND: „Skemmtilegasta hugmynd sem ég hef framkvæmt“
Fyrstu BLIND-tónleikarnir af sex verða haldnir í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í hádeginu á miðvikudaginn, en þá verður raftónlistarverkið Laser life flutt.Sigurlagið þakklætisvottur til Stöðvarfjarðar
Lagið Sumarkveðja eftir tónlistarmanninn Garðar Harðar sigraði lagakeppni sem blásið var til í tengslum við bæjarhátíðina Støð í Stöð sem haldin var á Stöðvarfirði um helgina.Starfsmenn skrifstofu í garðyrkjustörfum með ungmennum úr vinnuskólanum
Starfsmenn skrifstofu Fjarðabyggðar voru á sveimi við Molann fyrir hádegi með garðyrkjuverkfæri í morgun ásamt ungmennum úr vinnuskólanum. Með þeir vildu þeir leggja sitt af mörkum til umhverfisátaks í Fjarðabyggð.
Hálendisvakt björgunarsveitanna hafin: Í þetta fer sumarfríið
Hálendisvakt björgunarsveitanna hófst um helgina. Áður en haldið var á fjöll stóðu félagar í björgunarsveitunum vaktina í þéttbýli og dreifðu áminningum til ökumanna um að láta símann vera undir stýri.
Víkingaklappið bergmálaði í lýsistanknum - Myndband
Um þrjátíu manna hópur kom saman á Djúpavogi fyrir leik Íslands og Frakka í gær og tók Víkingaklappið svokallaða í lýsistanknum við bræðsluna. Nýbúið er að hreinsa tankinn að innan og fyrirhugað er að nota hann undir listviðburði.