Nemendur í elsta árgangi leikskólans Tjarnaskógar á Egilsstöðum heimsóttu á fimmtudag slökkviliðið á Egilsstöðum og fengu að prófa búnað liðsins. Heimsóknin var lokahnykkurinn í eldvarnaátaki sem unnið hefur verið með leikskólanum í vetur.
Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um fjármál sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs sem halda átti í kvöld. Íbúafundurinn rekst á við fyrri forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Norska hljómsveitin Digvalley heldur þrenna tónleika á Austurlandi um helgina. Lokatónleikar Hljómsveitanámskeiðs Austurlands verða á Eskifirði í kvöld.
Blaðamaður breska stórblaðsins the Guardian virðist hafa verið ánægður með dvöl sína á Austurlandi síðasta haust miðað við grein sem birtist í blaðinu um helgina. Hann upplifði meðal annars að fólk með rætur eystra væri að leita aftur heim.
Erla Björk Jónsdóttir, guðfræðingur og starfandi héraðsprestur, segist hafa þurft að glíma við trúna á erfiðum tímum, en þrátt fyrir að vera aðeins 38 ára gömul eru sjö ár síðan hún varð ekkja og einstæð tveggja barna móðir. Erla er í ítarlegu viðtali í Austurglugganum sem kemur út í dag.
Hreyfi- og fjölskylduveislan „Öll sem eitt“ verður haldin á Reyðarfirði og í Reykjavík næstkomandi laugardag, til stuðnings Elíasi Geir Eymundssyni og fjölskyldu hans.
Þórunn Guðgeirsdóttir frá Egilsstöðum er nýkomin heim úr þriggja mánaða skiptinámi í kennarafræðum frá Kennaraháskólanum í Árósum á Jótlandi, reynslunni ríkari.