Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum eru almennt sáttir við lífið og tilveruna ef marka má niðurstöður rannsóknar sem tveir nemendur gerðu í vor. Þær ítreka þó að huga verði líka að þeim sem líður verr í skólanum.
Breski leikarinn Michael Obiora segist hafa notið þess að taka þátt í gerð sjónvarpsþáttanna Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi og hlakkar til þess að sjá útkomuna.
Þórhallur Guðmundsson miðill er staddur á Austurlandi þessa dagana. Hann er í heimsókn á vegum Sáló á Seyðisfirði og býður upp á einktatíma þar. Við tókum hann í yfirheyrslu
Helga Unnarsdóttir, leirkerasmiður, stendur fyrir sýningunni „Heima" í Dalshúsi á Eskifirði um þessar mundir. Á morgun geta gestir fylgst með henni rakúbrenna.
Svo virðist sem Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir sé á leið í frekara nám í Bandaríkjunum þar sem hún fékk þær gleðifréttir fyrir skemmstu að hinn virti kvikmyndaskóli, New York Film Academy ætlar að styrkja hana til námsins.
Hin árlega útimessa í Valþjófsstaðarprestakalli verður að þessu sinni inn í Fjallaskarði við Eyvindarfjöll á Fljótsdalsheiði sunnudaginn 10. ágúst 2014 og hefst kl. 14:00
Þann 20. september næstkomandi hefði Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði orðið 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað rit eftir hann, Örnefni í Mjóafirði. Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.