Nemendur Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í alþjóðadegi Downs-heilkennis sem
haldinn var á mánudag. Tilgangur dagsins er að vekja almenning til
vitundar um Downs-heilkenni og standa vörð um margbreytileika
mannlífsins.
Húnvetningar og Austfirðingar mættust í sínum árlega lomberslag í
Sveinbjarnargerði í Eyjafirði um seinustu helgi. Jafnt var í liðum, 22
að austan og vestan. Spilað var á ellefu borðum frá morgni til kvölds og
alls gefið í 1716 spil.
Boðað hefur verið til góðgerðarpartýs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í
kvöld til styrktar nýstofnaðs stuðningsfélags á svæðinu fyrir
krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
Myndir úr safni Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar eru
uppistaðan í nýrri ljósmyndasýningu sem var opnuð í Minjasafni
Austurlands í gær. Sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnsins,
Héraðsskjalasafns Austurlands og Ljósmyndasafns Austurlands en þema
hennar er austfirskt mannlíf.
Þorpið hönnunarsamfélag á Austurlandi og Hús Handanna opnuðu í dag sýninguna Kollaverkefni Þorpsins. Sýningin er afrakstur hönnuða og handverksmanna á kollaverkefni Þorpsins.
Í dag klukkan 15:00 opnar Anna Hrefnudóttir myndlistarsýningu í Kaffi
Steini, nýopnuðu kaffihúsi á Stöðvarfirði. Sýningin ber yfirskriftina
Þytur drauma og vængja.