Árið 1983 tóku sig saman nokkrir ungir drengir og stofnuðu það sem átti eftir að verða ein þekktasta hljómsveit Norðfjarðar, Súellen. Einn af stofnendum sveitarinnar er Guðmundur Rafnkell Gíslason, hann þekkja margir sem Guðmund R eða Gumma Gísla frá Norðfirði, sem dagsdaglega starfar sem framkvæmdastjóri SÚN. Hann fagnar áfanganum með tónleikaferð í vikunni.
„Helga tekur á móti fólki af mikilli alúð og hlýju og lætur sig ekki muna um að elda morgun- eða kvöldverð fyrir gesti ef þess er óskað með fyrirvara.“*
Jana Napoli hefur undanfarin fimm ár tekið myndað hendur Íslendinga og boðið þeim sem vilja að auki upp á lófalestur. Með þessu leitast Jana við að svara spurningum um þróun Íslendinga samanborið við aðrar þjóðir.
Sýning með myndum frá hernámsárunum á Reyðarfirði hefur verið sett upp á túninu milli smábátahafnarinnar og verslunar N1 í bænum. Ekkert varð hins vegar af hátíðarhöldum í tilefni hernámsdagsins þar að þessu sinni og Stríðssárasafnið er lokað vegna endurbóta.
Allt er að verða tilbúið fyrir mikil hátíðarhöld í Neskaupstað á laugardaginn kemur þegar íþróttafélag bæjarsins, Þróttur, fagnar stórum og merkilegum áfanga: félagið verður hundrað ára.
Listamaðurinn – í víðum skilningi þess orðs – Páll Ivan frá Eiðum sýnir um þessar mundir myndlistarverk sín á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar í Þórsmörk í Neskaupstað. Páll Ivan er menntaður í tónlist en vakti ánægju fyrir nokkrum misserum þegar hann hélt úti Fréttunum, kaldhæðnislegri útgáfu af fréttum líðandi stundar, á samfélagsmiðlum. Páll fékk loks nóg af fréttalestri og netlist en sýnir nú verk sín í raunheimum.
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð hefst á morgun með þremur miserfiðum göngum um Barðsnes í Norðfirði. Veðrið er það sem skipuleggjendur hafa síst stjórn á en þeir eru vanir að spila úr þeim aðstæðum sem þeim eru gefnar.