Kynna fyrstu námsbraut LungA-skólans sem hægt er að taka í fjarnámi
Þó listahátíðin LungA heyri sögunni til gildir ekki það sama um LungA-skólann á Seyðisfirði. Þvert á móti því þar er verið að auka námsúrvalið nánast á hverri önn þessi dægrin.
Þó listahátíðin LungA heyri sögunni til gildir ekki það sama um LungA-skólann á Seyðisfirði. Þvert á móti því þar er verið að auka námsúrvalið nánast á hverri önn þessi dægrin.
Það tekið árafjöld, svita og einhver tár í og með en í haust náðist endanlega að ljúka því sem ljúka þurfti á Beituskúrssvæðinu í Neskaupstað. Þar nú fyrirtaks aðstaða í Beituskúrnum sjálfum, aldeilis ágætt eldhús og síðast en ekki síst glænýr, en þó eldgamall, veislusalur í því sem kallað er Rauða húsið. Þar stendur til að bjóða í jólahlaðborð á næstunni.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Allir þeir sem eru lausir í nokkrar klukkustundir á miðvikudaginn kemur geta lært, þeim að kostnaðarlausu, hvernig búa skal til alls kyns hluti með fullkomnum þrívíddarprentara á sérstöku örnámskeiði.
Það kostaði langar setur yfir You-Tube myndböndum en fyrir vikið er Björn Óskar Einarsson frá Reyðarfirði orðinn ansi lunkinn við útskurð af ýmsu tagi og nýtir til þeirra verka aragrúa trjáa sem féllu í óveðrinu mikla á Austfjörðum haustið 2022.
Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.
Lítill vafi getur leikið á áhuga austfirskra ungmenna á tækni og vísindum með tilliti til að ein fimm lið úr fjórum grunnskólum Austurlands taka þátt í First LEGO tækni- og hönnunarkeppninni sem fram fer í Reykjavík á laugardaginn kemur. Keppnisliðin eru aðeins 20 í heildina svo fjórðungur allra keppnisliðanna koma frá Austurlandi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.