Karlalið Þróttar heimsækir Stjörnuna í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Liðin mættust tvisvar um helgina og hafði Stjarnan betur í báðum leikjum en Þróttarar ætla að koma fram hefndum í kvöld.
Kvennalið Þróttar tekur um helgina þátt í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki sem fram fer í Laugardalshöll. Þróttur tapaði fyrir HK í úrslitum í fyrra og fyrirliði liðsins viðurkennir að í því sitji „ákveðinn hefndarþorsti."
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, undirritaði nýverið samninga við þau sjö íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Samkomulagið sem náðist greiðir fyrir aðgangi íbúa, og þá sérstaklega ungs fólks, að fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi.
Matthías Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki, segir það hafa verið vonbrigði að tapa gegn Aftureldingu í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardag og komast ekki í úrslitaleikinn. Mikilvægir leikir eru framundan um næstu helgi sem ráða því hvort liðið fái heimaleikjarétt í úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Erna Friðriksdóttir, úr Skíðafélaginu Stafdal, varð í gær fyrst Íslendinga til að ljúka keppni í alpagreinum á vetrarólympíumóti fatlaðra þegar hún varð í níunda sæti í svigkeppni sitjandi kvenna í Sochi í Rússlandi. Hún segir aðstæður í brautinni hafa verið afar erfiðar.
Körfuknattleikslið Hattar hefur þátttöku í úrslitakeppni fyrstu deildar karla og úrslitakeppni Bólholtsbikarsins verður haldin um helgina. Blaklið Þróttar leika síðustu deildarleiki sína sem skipta miklu máli því heimaleikir eru í húfi í úrslitakeppninni.
Höttur leikur gegn Þór Akureyri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik í rimmu þar sem Akureyrarliðið á heimaleikjaréttinn. Þetta varð ljóst eftir tap Hattar gegn Tindastóli í síðustu umferð deildarinnar á föstudagskvöld.
Austfirska skíðakonan Erna Friðriksdóttir mun hefja leik fyrr en áætlað var á vetrarólympímóti fatlaðra sem fram fer í Sotsjí í Rússlandi. Veðurfarið er að setja töluvert strik í reikninginn hjá mótshöldurum.