Blak: Kvennaliðið úr leik í bikarkeppninni
Kvennalið Þróttar í blaki féll í gærkvöldi úr leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar eftir 1-3 tap fyrir HK í hörkuleik í Neskaupstað.Gat ekki réttlætt að horfa á handboltann í brakandi þurrki
Óhætt er að segja að fátt sameini Íslendinga meira en þegar íslensk landslið taka þátt í stórmótum í handbolta. Leikir karlalandsliðsins í handbolta hafa verið vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi í fimm ár í röð. Þannig sýna tölur að meira en helmingur þjóðarinnar horfði á leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramóti karla í Svíþjóð í byrjun janúar á síðasta ári. Og nú er enn að hefjast stórmót þar sem Ísland er meðal þátttakenda.
Blak: Bæði lið Þróttar unnu leiki sína í krossspili helgarinnar
Karlalið Þróttar vann Vestra 3-0 á laugardag meðan kvennaliðið vann Þrótt Reykjavík 3-1. Leikið var í Neskaupstað í annarri umferð krossspils úrvalsdeildanna en þeim hefur nú verið skipt í tvennt.Körfubolti: Höttur ekki í vandræðum með botnlið Hamars
Höttur vann í gærkvöldi nokkuð þægilegan 93-80 sigur á botnliði Hamars úr Hveragerði í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Hamarsliðið hefur ekki unnið leik á leiktíðinni en Höttur er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins.Körfubolti: Naumt tap í fyrsta leik ársins
Hattarmenn máttu þola tap í fyrsta leik ársins í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Höttur tók þá á móti Grindavík og eftir mikla baráttu undir lok leiksins máttu heimamenn sætta sig við sjö stiga tap, 71-78. Höttur situr í 8. sæti deildarinnar, síðasta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni, með 12 stig.
Körfuknattleikspiltar úr Hetti eygja landsliðssæti
Tveir félagar úr körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum eygja möguleika á að komast í yngri landsliðshópa Íslands en lokaúrtökuæfingar í því skyni fara fram um næstu helgi.