Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði karlalið Þróttar í blaki 1-3 fyrir Hamri þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í Neskaupstað á laugardag. Liðið á í hörkubaráttu við HK og KA um fjórða sætið og þar með spilarétt í efri hluta deildarinnar á nýju ári.
Karlalið Þróttar lagði HK í úrvalsdeildinni í blaki um helgi, 1-3. Upphækkun þurfti í tveimur hrinum til að fá úrslit. Kvennaliðið tapaði hins vegar 3-0. Leikið var í Kópavogi.
Treyja var hengd upp til minningar um Kristján Orra Magnússon, stuðningsmann og fyrrum leikmann Hattar, sem lést af slysförum í sumar áður en leikur liðsins gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi.
Karlalið Hattar er komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik eftir 82-84 sigur á Hamri í Hveragerði í gær. Höttur marði sigur með að skora fjögur síðustu stig leiksins eftir að hafa verið yfir lungann úr leiknum.
Karlalið Þróttar í úrvalsdeildinni í blaki komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki með að vinna KA 3-0 í Neskaupstað á miðvikudagskvöld. Höttur tapaði fyrir Hauknum 93-85 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi en liðin léku í Hafnarfirði.
Andri Snær Sigurjónsson, fyrirliði karlaliðs Þróttar í blaki, þarf ekki að sæta leikbanni eftir að orðaskipti við dómara leiks liðsins gegn KA í síðasta mánuði. Blaksambandið sjálft fór fram á aganefnd þess færi ofan í kjölinn á samskiptunum.
Bæði karla og kvennalið Þróttar í úrvalsdeildunum í blaki töpuðu 3-0 fyrir Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Gangur leikjanna var að mörgu leyti áþekkur.
Karlalið Þróttar náði eitt stig út úr viðureign sinni gegn Vestra um helgina eftir oddahrinu. Kvennaliðið tapaði móti Álftanesi. U-20 ára liðin eru efst í sínum riðli.