Soffía Lárusdóttir verður ekki meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum. Hún bauð sig fram í 2. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi í nýafstöðnu prófkjöri flokksins, en hafnaði í 5. sæti. Ástæður þess að hún dregur sig í hlé segir hún vera annir og að ekki hafi orðið sú endurnýjun í forystu flokksins sem hún vonaðist eftir.

soffa_lrusdttir.jpg

Lesa meira

Snjóhengjur á húsþökum

Það er ekki aðeins að snjóalög séu nokkuð ótrygg í fjöllum og vel með þeim fylgst af snjóflóðaeftirlitsmönnum. Snjóalög geta einnig verið varasöm í þéttbýli, og ekki síst þegar þykkar snjóhellur taka að renna fram af þökum eða löng og oddhvöss grýlukerti myndast. Hallfríður Bjarnadóttir á Reyðarfirði sendi Austurglugganum þessa mynd af vænni snjóhellu sem pompar vísast innan tíðar niður í garðinn hjá henni og vonandi ekki ofan á neinn. Hafið varann á gagnvart snjó á þökum og grýlukertum.

snjhengja_hj_hallfri_vefur.jpg

Frjálsar handfæraveiðar

Sigurjón Þórðarson líffræðingur skrifar:   Frjálslyndi flokkurinn hefur um áraraðir lagt til að opna á frjálsar handfæraveiðar þannig að landsmenn gætu átt lítinn bát og sótt sér sjálfir björg í bú. Það er engin spurning að þetta litla mál yrði gríðarleg lyftistöng fyrir byggðirnar og yki bjartsýni í samfélaginu.2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

Lesa meira

Nú puða austfirskir krakkar!

Skólahreysti verður haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. mars kl. 15. Íþróttamiðstöðin opnar klukkustund fyrir keppni. Það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem náði 1. sæti í Skólahreysti 2008.  Nú verður spennandi að sjá hvort hann heldur sínu sæti eða hvort annar skóli af Austurlandi nær af honum titlinum og þar með þátttökurétti í úrslitum í Laugardalshöll 30. apríl.

gr.siglufj.gurn.jpg

Lesa meira

Staðfestur listi VG

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur staðfest tuttugu manna framboðslista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Listinn var samþykktur á kjördæmisþingi í gær.

 

Lesa meira

Birkir Jón sigraði í NA-kjördæmi

Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslistans vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Alls greiddu 928 atkvæði.
Birkir Jón hlaut 505 atkvæði í fyrsta sæti. Höskuldur Þórhallsson hlaut 647 atkvæði í 1.-2. sætið.

frams.jpg

Lesa meira

Það þarf vilja til breytinga

Björn Valur Gíslason skrifar:   Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú í samvinnu við ÁTVR að leggja lokahönd á breytingar á reglum áfengissölunnar um móttöku og dreifingu til þess að jafna aðstöðu framleiðenda á landsbyggðinni við að koma vöru sinni á markað.

bjrn_valur_gslason.jpg

Lesa meira

L - listi fullveldissinna varar við ESB slagsíðu flokkanna

Frambjóðendur L – lista fullveldissinna lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar nýliðinna prófkjöra. Líkur benda til að fleiri ESB sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

lveldisflokkurinn.jpg

Lesa meira

Valið á lista Framsóknar í NA-kjördæmi í dag

Kosið var um skipan á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á aukakjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum í dag. Talningu átti að vera lokið kl. 17 en tölur hafa þó enn ekki verið birtar. Fimmtán gáfu kost á sér á listann.  Alþingismennirnir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar og Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, sóttust báðir eftir  fyrsta sætinu, en Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, sóttist eftir 1. til 8. sæti listans.

frams.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.