Lítið þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við sveitarfélög landsins og ríkið og nú hafa fjórir skólar í viðbót við þá sem þegar eru í verkfalli tilkynnt verkfallsaðgerðir. Einn þeirra er Egilsstaðaskóli.
Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, mun áfram sinna verkefnum fyrir hönd sveitarfélagsins eftir að setu hans á sveitarstjórastóli lýkur um áramótin. Sú staðreynd kom flatt upp á ýmsa fulltrúa í sveitarstjórn.
Skipulagsstofnun staðfesti nýverið breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs sem gerð var vegna áforma um 65 hektara frístundabyggð við Eiða.
Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.
Yfir 200 keppendur alls, 20 lið frá öllum landshornum en það reyndist lið DODICI úr Vopnafjarðarskóla sem stóð sig allra best í First LEGO keppninni sem fram fór um helgina. Tvö önnur austfirsk lið fengu ennfremur verðlaun í stöku flokkum.
Körfuknattleiksdeild Hattar tók sér ekki langan tíma að hafa uppi á nýjum bakverði í stað Bandaríkjamannsins Courvoisier McCauley sem látinn var fara í byrjun vikunnar. Annar bandarískur einstaklingur, Justin Roberts, mun koma í hans stað.
Bakvörðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum en hann var látinn taka pokann sinn í byrjun vikunnar. Leit er hafin að nýjum bakverði.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.