Framboðsfundur Austurfréttar fyrir Alþingiskosningar 2024
Austurfrétt/Austurglugginn, í samvinnu við Valaskjálf, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi næsta fimmtudag.Þórhildur Tinna nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir tekur við starfi forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar frá og með 1. desember næstkomandi. Hún tekur við af Jóhanni Ágúst Jóhannsyni.
Fjarðarheiðargöngin fyrst í röðinni hjá þorra oddvita framboða í Norðausturkjördæmi
Meirihluti oddvita þeirra tíu framboða sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi til kosninga til Alþingis eru sammála um að Fjarðarheiðargöng skuli áfram vera númer eitt, tvö og þrjú í gangnagerð næstu ríkisstjórnar.
Rannsókn í Norðfjarðarmáli á lokametrunum
Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.Óvissustigi lýst yfir á fjallvegum
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á helstu fjallvegum vegna hvassviðris og snjókomu, sem spáð er á Austurlandi þegar líður á daginn.Vont en versnar - viðvaranir úr gulu í appelsínugult austanlands
Spár Veðurstofu Íslands frá því í gær um ofsaveður á öllu austanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgunn eru að raungerast og reyndar að versna. Viðvaranir nú komnar í appelsínugult og búið að aflýsa nánast öllu innanlandsflugi.
Mjög dregur úr álagi og þreytu nemenda í grunnskólum Austurlands
Álag á nemendur í þremur bekkjum grunnskóla á Austurlandi minnkar töluvert á milli ára samkvæmt Íslensku æskulýðsrannsókninni 2024 sem gerð var opinber í vikunni. Þá finna mun færri nemendur fyrir þreytu á skólatíma.
Róleg nótt í appelsínugulri viðvörun
Gærdagurinn og nóttin voru róleg hjá austfirskum viðbragðsaðilum, þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Tvö verkefni komu til þeirra kasta.Tímamót í augnlæknaþjónustu á Austurlandi
Um margra ára bil hefur ekki verið sjón að sjá mikla augnlæknaþjónustu á Austurlandi heldur þvert á móti hafa íbúar í fjórðungnum þurft að gera sér að góðu að halda til höfuðborgarinnar til að fá einhverja slíka þjónustu. Tímamót eru þó að verða á næstunni.
Eyjólfur Þorkelsson næsti framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA
Eyjólfur Þorkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun um mánaðarmótin taka formlega við sem framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA.) Hann tekur þar upp keflið fyrir Pétur Heimisson sem er að hætta störfum.
Annar hvellur í veðrinu á leiðinni austur
Norðvestan stormur með hríð eða snjókomu er á leið austur á land og taka gular viðvaranir gildi á öllu Austurlandi síðdegis á morgun.