Ríkisendurskoðun: Ráðuneytið þarf að styðja HSA betur í erfiðum ákvörðun

hsalogo.gif
Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið verði að standa þéttar að baki ákvörðununum yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands eigi að takast að halda rekstrinum innan þess ramma sem markaður er á fjárlögum. Gera verði langtímaáætlanir og taka erfiðar ákvarðanir frekar en beita skyndilausnum á borð við aukafjárveitingar.

Lesa meira

Þyrlan reyndi björgun við erfiðar aðstæður

lon.jpg

Útkall þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysstað í Lóni í gærkvöldi reyndi mjög á áhöfn þyrlunnar. Einn maður lést eftir að hafa fallið af hestbaki þegar hann var á leið yfir ána. Fimm ferðafélögum hans þurfti að bjarga úr sjálfheldu af eyri í ánni.

 

Lesa meira

Varað við stormi í nótt

77a1639b3992b92.jpg
Veðurstofa Íslands varar við snörpum vindhviðum á Austurlandi í nótt. Tryggingafélög hvetja fólk til að huga að lausum munum og koma í veg fyrir tjón.

Lesa meira

Heimir Þorsteins: Mér fannst við feigir í allt sumar

heimir_thorsteinsson.jpg
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar féll í gær úr annarri deild karla eftir 2-3 ósigur gegn Aftureldingu á Eskifjarðarvelli. Þjálfarinn, Heimir Þorsteinsson, segir ógæfuna hafa elt liðið í allt sumar og það hafi ekkert breyst í gær. Hann telur hópinn það sterkan að liðið fari fljótt upp aftur en ætlar ekki að halda áfram þjálfun liðsins.

Lesa meira

Kynningarfundur Vina Vatnajökuls

bruarjokull.jpg
Kynningafundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í fundarsal Gistihússins á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. september klukkan 16:00.

Lesa meira

Stiller kemur ekki á morgun heldur hinn: Við erum ekki að biðja íbúa um að loka sig inni

ben_stiller_seydis_18072012.jpg
Kvikmyndatökulið Hollívúdd-myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, með stórstjörnuna Ben Stiller í fararbroddi, ætlar að taka upp á Seyðisfirði á fimmtudag og föstudag. Fram kemur komið að umferð um bæinn verði takmörkuð en í bréfi til íbúa segjast skipuleggjendurnir alls ekki vera að biðja bæjarbúa um að loka sig inni.

Lesa meira

Söfnin biðla til góðgerðarfélaga um stuðning við að koma upp lyftu

safnahus_egs_0008_web.jpg
Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum hafa biðlað til góðgerðarfélaga á svæðinu um stuðning við að koma upp lyftu til að flytja gesti á milli hæða. Aðeins er snarbrattur stigi upp á þriðju hæðina þar sem Bókasafn Héraðsbúa er til húsa.

Lesa meira

Vatnsleki olli stórtjóni í VA: Myndir

vatnsjon_va.jpg
Miklar skemmdir urðu á húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað í gær þegar heitavatnsrör sprakk. Nær allt gólefni á annarri hæð eyðilagðist.

Lesa meira

Fannst látinn í Jökulsá í Lóni

angelsey-llanddwyn-cross-1.jpg
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem féll í Jökulsá í Lóni á áttunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn á fyrsta tímanum í nótt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar