Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, er meðal þeirra sem beðið hafa á Vopnafirði síðan á sunnudag eftir að komast til sín heima. Hann vonast til að geta elt mjólkurbílinn heim í dag.
Ásta Kristín: Stolt og ánægð yfir að hafa náð settu marki
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sem um helgina náði þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir þakklát dyggum stuðningshóp sem hafi gert henni kleift að ná settu markmiði í kjörinu.
Ösp brotnaði í veðrinu og skemmdi bíl
Stóreflis ösp brotnaði á Egilsstöðum í óveðrinu í gærkvöldi og skemmdi bifreið og íbúðarhús. Húsráðandi segir það hafa verið ógurlega skruðninga þegar öspin fór af stað.
Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur: Sagðist hafa drukkið viskí eftir að hann kom heim
Héraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið karlmann af ákæru um ölvunarakstur þar sem ekki þóttu hafa verið lagðar fram nægjanlegar sannanir af hálfu ákæruvaldsins fyrir því að hann hefði ekið ölvaður. Ákærði hélt því fram að hann hefði drukkið töluvert af sterku áfengi á milli þess sem hann ók og þar til lögreglan færði hann til sýnatöku.
Farið að bera á vöruskorti á Vopnafirði: Mokstri hætt vegna veðurs
Farið er að bera á vöruskorti á Vopnafirði en þangað hafa vegasamgöngur verið afar takmarkaðar síðan á laugardag. Reynt var að opna Vopnafjarðarheiði en mokstri þar var hætt vegna veðurs.
Fyrirlestri Dr. Viðars frestað: Víða vont veður á Austurlandi
Fyrirlestri Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður æskulýðsrannsókna meðal austfirskra ungmenna sem vera átti á Egilsstöðum í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Vonskuveður er víða í fjórðungnum í dag.
Óveður og ófærð: Ekki talið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrr en á morgun
Talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið hægt að koma kjörgögnum frá Austurlandi norður til Akureyrar vegna veðurs og ófærðar. Færð spilltist víða á Austur- og Norðurlandi í gærkvöldi.
Vantar konu í stjórn?
Tengslanet austfirskra kvenna, í samstarfi við Alcoa Fjarðaál og KPMG, standa í næstu viku fyrir tveimur kynningarfundum um breytingar á lögum um hlutafélög til að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnum. Á fundunum verða kynntar konur sem sótt hafa námskeið fyrir stjórnarmenn og bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana.
Vetur og vellíðan í ferðaþjónustu
Heimaaðilar í Mývatnssveit halda á fimmtudag málþing um vellíðunarþjónustu. Aðstæður á Íslandi þykja hagstæðar þessari gerð af þjónustu og er markviss sókn á sviðinu í smíðum í Mývatnssveit þar sem sérstök áhersla verður lögð á vetrarmánuðina.
Valgerður tók annað sætið af Tryggva
Valgerður Gunnarsdóttir, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum, varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór um helgina. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, sem keppti við Kristján Þór Júlíusson um oddvitasætið varð ekki á meðal sex efstu.
Annar Fáskrúðsfirðingurinn í röð kosinn formaður ungra framsóknarmanna
Fáskrúðsfirðingurinn Hafþór Eide Hafþórsson var um síðustu helgi kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á sambandsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann tekur við af öðrum Fáskrúðsfirðingi, Ástu Hlín Magnúsdóttur, sem gegnt hafði embættinu í ár.
Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við frávik frá starfsleyfi Fjarðaáls
Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við þrjú frávik frá starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls í kjölfar flúormengunar frá álveri fyrirtækisins í sumar. Fyrirtækið segir að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar.