Forsvarsmenn listasafnsins ARS LONGA á Djúpavogi hafa farið þess á leit við sveitarfélagið Múlaþing að kosta gerð kílómetra langs göngustígs um Langatangann við bæinn en þar vilja þeir í kjölfarið skapa sérstaka Ljóðaslóð þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér 150 ljóð eftir 150 skáld frá öllum heimsálfum í góðu tómi.
Í frumdrögum að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings er ráð gert fyrir að ljúka endurbótum á félagsheimilinu Fjarðarborg og koma upp líkamsrækt við sparkhöllina á Borgarfirði eystra. Engar aðrar nýframkvæmdir eru þar upp taldar í þorpinu næsta áratuginn.
Samkvæmt upplýsingum frá Píeta-samtökunum kom mikill kippur í áheitasöfnun vegna sjósunds Sigurgeirs Sveinbergssonar úr Reyðarfirði að Eskifirði í gær en sundið það reyndist töluvert erfiðara en hann sjálfur bjóst við.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) gerir athugasemdir við ársreikning Múlaþings á síðasta ári enda standist reikningurinn ekki þau lágmarksviðmið sem nefndin gerir. Athugasemdir komu líka fram í fyrra.
Lögreglan á Austurlandi hefur óskað eftir og fengið framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum sem grunaðir eru um alvarleg brot. Báðir aðilar verða í varðhaldi til loka þessa mánaðar.
Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings hefur samþykkt að veita leyfi til uppsetningar á löggæslumyndavélum í Fellabæ og jafnframt að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar við að koma þeim fyrir.
Eitt af allra síðustu verkum Jódísar Skúladóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi Íslendinga í bili var að leggja fram frumvarp til laga um friðun Seyðisfjarðar fyrir sjókvíaeldi. Því frumvarpi var dreift á Alþingi fyrir helgi.
Af alls 25 upphaflegum kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur á Austurlandi féllst Óbyggðanefnd einungis á kröfu ríkisvaldsins á tveimur svæðum. Úrskurður þess efnis var kunngjörður í gær.
Bragðlaukaþjálfun kallast sérstakt rannsóknarverkefni sem meðal annars fer fram meðal barnanna á leikskólanum Eyrarvöllum í Neskaupstað en þar er leitað leiða til að venja börnin af matvendni hvers kyns.
Hópur fólks sem vill koma upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir fólk sem áhuga hefur á að njóta gufubaðs, heitrar laugar og flottrar aðstöðu við sjóinn í Neskaupstað hefur undanfarið lagt inn umsóknir um styrk til verksins til ýmissra aðila. Þar á meðal til Uppbyggingarsjóðs Austurlands.
Þriðja mánuðinn í röð reyndist meðalhitastig á Austurlandi töluvert lægra en verið hefur síðustu ár og áratugi. Október í kaldara lagi um land allt en óvenju hægviðrasamur á móti.