Ljóðaslóð sameinar menningu, náttúrufegurð og útivist steinsnar frá Djúpavogi

Forsvarsmenn listasafnsins ARS LONGA á Djúpavogi hafa farið þess á leit við sveitarfélagið Múlaþing að kosta gerð kílómetra langs göngustígs um Langatangann við bæinn en þar vilja þeir í kjölfarið skapa sérstaka Ljóðaslóð þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér 150 ljóð eftir 150 skáld frá öllum heimsálfum í góðu tómi.

Lesa meira

Lagði fram frumvarp um friðun Seyðisfjarðar fyrir sjókvíaeldi

Eitt af allra síðustu verkum Jódísar Skúladóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi Íslendinga í bili var að leggja fram frumvarp til laga um friðun Seyðisfjarðar fyrir sjókvíaeldi. Því frumvarpi var dreift á Alþingi fyrir helgi.

Lesa meira

Leita til ýmissa sjóða varðandi sjóbaðsaðstöðu í Neskaupstað

Hópur fólks sem vill koma upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir fólk sem áhuga hefur á að njóta gufubaðs, heitrar laugar og flottrar aðstöðu við sjóinn í Neskaupstað hefur undanfarið lagt inn umsóknir um styrk til verksins til ýmissra aðila. Þar á meðal til Uppbyggingarsjóðs Austurlands.

Lesa meira

Óvenju kalt austanlands þriðja mánuðinn í röð

Þriðja mánuðinn í röð reyndist meðalhitastig á Austurlandi töluvert lægra en verið hefur síðustu ár og áratugi. Október í kaldara lagi um land allt en óvenju hægviðrasamur á móti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar