Útlit er fyrir að flutningaskipið Uta, sem kyrrsett hefur verið á Reyðarfirði undanfarinn mánuð, fari þaðan síðar í vikunni eftir að áhöfninni fékk ógreidd laun í dag.
Nýliðinn júnímánuður er sá næst heitasti sem mælst hefur á Egilsstöðum í þau sextíu ár sem veðurgögnum hefur verið safnað þar. Mánuðurinn var heilt yfir hlýr en úrkomusamur á sunnan- og vestanlands.
Ferðaþjónustuaðili segir fullyrðingar fjölmiðla um vætutíð og vont sumar draga úr ferðum Íslendinga innanlands. Stöðugt þurfi að vera á varðbergi til að koma á framfæri upplýsingum að sólin skíni annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirsku skipin eru farin til veiða á makríl. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað hófst hún óvenju seint en beðið var eftir að makríllinn fitnaði þannig hann hentaði betur til manneldis.
Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir bruna í einu matvörubúð staðarins hafa áhrif á alla sem þar búi og gesti þeirra. Þar standa fiskvinnslu- og ferðamannavertíðir sem hæst.
Fulltrúar tryggingafélags verslunarinnar Kauptún á Vopnafirði meta nú tjónið sem varð í bruna í versluninni í nótt. Verslunarstjórinn segir ljóst að búðin verði lokuð í nokkra daga en heimamenn séu boðnir og búnir að aðstoða við að koma henni í gang sem fyrst.
Vonir standa til að hægt verði að opna verslunina Kauptún á Vopnafirði á ný um helgina eftir að eldur kom upp á lager hennar aðfaranótt mánudags. Hreinsunarstarf hófst í gær en henda þarf öllum vörum sem þar voru. Vínbúðin, sem er í sama húsi opnar hins vegar í dag.
Ellefu mínútur liðu frá því að slökkvilið Vopnafjarðar var kallað út vegna elds í versluninni Kauptúni í nótt þar til fyrstu slökkviliðsmennirnir voru komnir inn og búnir að ná tökum á aðstæðum.