Leggja til að Héraðslistinn bjóði ekki fram

Stjórn Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, hefur ákveðið að leggja til að listinn bjóði ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ástæðan er að enginn finnst til að leiða listann.

Lesa meira

Landsbyggðalatté í boði á N4

Nýr umræðuþáttur, Landsbyggðalatté, hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4 á morgun. Þátturinn verður helgaður byggðamálum.

Lesa meira

Eydís leiðir Fjarðalistann

Fjarðalistinn, listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, varð í gærkvöldi fyrsta austfirska framboðið til að kynna frambjóðendur sína fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok maí. Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir listann.

Lesa meira

Hringvegurinn opinn rafbílum

Hringvegurinn á nú að vera orðinn fær rafbílaeigendum eftir að ný hleðslustöð Orku náttúrunnar var tekin í notkun í Mývatnssveit í síðustu viku. Þrjár nýjar stöðvar á Austurlandi gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hringsins.

Lesa meira

Fjórða iðnbyltingin: Viðfangsefnin pólitísk frekar en tæknileg

Mikil þörf er á að efla menntun samhliða örum tæknibreytingum á næstu árum. Svara þarf mörgum siðferðislegum álitamálum sem fylgja nýrri tækni. Prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík segir að þörf sé á kjarkmiklum pólitískum ákvörðunum.

Lesa meira

Nýtingaráætlun mikilvæg í umræðuna um skipulag fjarðanna

Hjá Fjarðabyggð er unnið að nýtingaráætlun fyrir firði sveitarfélagsins. Kortlögð er núverandi nýting með það að markmiði að hægt sé að skipuleggja betur hvernig nýta megi þá í framtíðinni. Bæjarstjórinn gagnrýnir skort á löggjöf á þessu sviði.

Lesa meira

Mátti ekki birta myndir í neikvæðu samhengi

Persónuvernd telur AFL Starfsgreinafélag hafa brotið lög með að birta myndir sem teknar voru þegar lögregla var kvödd til vegna meintra brota fyrirtækisins Móður jarðar sumarið 2016. Persónuvernd telur að verkalýðsfélagið ekki hafa sýnt sanngirni í meðferð persónuupplýsinga sem aflað hafi verið í eftirlitsferð.

Lesa meira

Rúmar 64 milljónir austur í húsafriðunarverkefni

Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu. Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.

Lesa meira

Er besta lausnin að stækka Hádegishöfða?

Bæjarstjórn Fljótsdalshérað hefur hafið skoðun á því hvort rétt sé að fylgja eftir fyrri áætlunum um stækkun leikskólans Hádegishöfða í Fellabæ. Efasemdir eru um að lóð skólans sé nógu stór auk þess sem börnum á Egilsstöðum fjölgi mun hraðar en í Fellabæ.

Lesa meira

Verkefnið í höndum Vopnfirðinga frá byrjun

„Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur sögu Vopnafjarðar,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, sem fer fyrir hópi fólks á Vopnafirði sem áformar að endurútgefa Vopnfirðingasögu í sumar eða haust.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.