Líneik Anna: Flokkurinn sleppti tækifærum til að stuðla að breiðari sátt

Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins frá Fáskrúðsfirði, segir niðurstöðu nýafstaðinna þingkosninga vonbrigði fyrir flokkinn sem flokksfélagar þurfi að vinna úr saman. Hún sé þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið á Alþingi og hlakkar til nýrra verkefna.

Lesa meira

„Við erum þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf“

Kvenfélagskonur á Reyðarfirði afhentu í dag Heilsugæslunni á Reyðarfirði gjafir að andvirði 500 þúsund krónum. Jólabingó Kvenfélagsins sem er þeirra stærsta fjáröflun fer fram í kvöld.

Lesa meira

„Þetta verður mjög áhugavert fyrir íbúa Djúpavogs"

Kynningardagur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður haldinn í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði í dag. Dagskráin verður bæði fjölbreytt og áhugaverð og hefst hún klukkan 16:00.

Lesa meira

Vilja prufukeyra nýju vinnsluna fyrir jól

Stefnt er að því að prufukeyra nýja bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði fyrir jól. Verið er að klára að ganga frá búnaði í vinnsluna.

Lesa meira

Mesti hiti ársins á Dalatanga í gær

Tuttugu stiga hiti mældist á Dalatanga seint í gærkvöldi og tæplega það á Eskifirði. Þetta er í annað skipti sem slíkur hiti mælist á landinu í nóvembermánuði. Hlýtt var í veðri á Austfjörðum í kvöld og í nótt.

Lesa meira

„Draumurinn er að virkja sem flesta“

„Ég er full tilhlökkunar og komandi tímar leggjast alveg afskaplega vel í mig,“ segir Kristín Amalía Atladóttir, sem ráðin hefur verið forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá næstu áramótum og tekur við starfinu af Unnari Geir Unnarssyni sem gengt hefur því undanfarin misseri.

Lesa meira

Þuríður Elísa: Hér leggja menn mikið upp úr að varðveita þetta gamla

Þuríður Elísa Harðardóttir tók við sem minjavörður Austurlands með starfsstöð á Djúpavogi í byrjun árs. Hún þekkti lítið til staðarins áður en hún kom en er ánægð með að hafa slagið til og flutt út á land með fjölskylduna. Gömlu húsin á Djúpavogi eru meðal þess sem hafa heillað hana.

Lesa meira

Ákærður fyrir að skila ekki skatti af launum starfsmanna

Framkvæmdastjóri austfirsks verktakafyrirtækis hefur verið ákærður fyrir meiriháttarbrot á skattalögum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu af launum starfsmanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.