10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Dómnefnd hefur valið bestu myndirnar í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja 2015 en keppt var í tveimur flokkum, annars vegar "Bræðslumyndin 2015" og hins vegar "Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2015". Þetta er í annað sinn sem Bræðslan, Canon og Nýherji standa fyrir ljósmyndasamkeppni og var þátttaka með ágætum.
Dagana 10. og 11. september munu og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði ásamt sellóleikaranum og tónskáldinu Maja Bugge frá Vesterålen halda tónleika í óvenjulegum tónleikahúsum með óvenjulegum hljómi. „Tónleikahúsin" verða bræðslan á Djúpavogi og gamall olíutankur á Eskifirði.
Guðmundur Rafnkell Gíslason er í yfirheyrslu vikunnar, en eins og Austurfrétt greindi frá hér, mun hann taka við starfi Freysteins Bjarnasonar sem framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) í október. Guðmundur hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Sjónaráss síðan 2008.
Það er ekki óþekkt að grunnskólanemendur standi í margskonar fjáröflunum til að safna sér peningum fyrir skólaferðalagi. En það eru sennilega ekki margir hópar sem ráða sig í smíðavinnu í þessum tilgangi.