Listnámsbraut varð í haust að fullgildri braut til stúdentsprófs við Menntaskólann á Egilsstöðum. Meðal nýrra áfanga er hugmyndavinna þar sem nemendum er kennt að hugsa út fyrir kassann og finna eigin lausnir á viðfangsefnum sínum.
LungA listahátíðin og á Seyðisfirði var nýverið tilnefnd til skandinavísku KBH verðlaunanna. Fulltrúar hátíðarinnar sóttu ráðstefnu sem verðlaunin voru afhent á í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu.
Frumkvöðlar í ferðaþjónustu kynntu um helgina hugmyndir sínar um gönguleið á milli Lóns og Fljótsdals sem þeir kalla „Austurstræti." Hugmyndin er að byggja upp gönguleið sem yrði sennilega sú lengsta sem í boði væri fyrir almenna ferðamenn hérlendis.
Í Safnahúsinu á Egilsstöðum verður í dag boðið upp á Bókavöku. Þar verða kynntar nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra.
Ný íslensk heimildarmynd, Augu hreindýrsins, um hreindýr á Austurlandi verður frumsýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld. Síðast var gerð heimildarmynd um íslensk hreindýr árið 1939.
Ævintýrin finnast á Austurlandi er niðurstaða ferðapenna útbreiddasta dagblaðs Kanada sem kom austur á vegum Meet the Locals verkefnisins. Heimamenn eru sagðir hlýlegir og fyndnir og svæðið bjóði ferðamönnum upp á fjölbreytta afþreyingu.
Þriggja ára ferli lauk í gær þegar heimildarmyndin „Auga hreindýrsins" var frumsýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Leikstjórinn segist hafa heillast af dýrunum sem verðskuldi meira en að verða bráð veiðimanna.