Barnaguðsþjónusta verður í Kirkjuselinu í Fellabæ klukkan 11:00 á sunnudag. Kveikt verður á aðventukransinum, barnakór undur. stjórn Drífu Sigurðardóttur syngur. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
Vögguvísa, innblásin af reiði, var meðal þeirra laga sem flutt voru á tónlistarhátíðinni Vegareiði sem haldin var í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag. Fjórar austfirskar rokksveitir komu þar fram ásamt Legend úr Reykjavík.
Rokkhljómsveitin Legend með Krumma Björgvins í broddi fylkingar verður aðalnúmerið á tónleikunum Vegareiði sem haldnir verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld.
Jólatréð, sem á hverju ári hefur staðið við Kaupfélagið á Egilsstöðum, var reist í gær. Tréð er að þessu sinni fimmtán metra hátt og hefur aldrei verið hærra. Kveikt verður á því á laugardag.
Jólamarkaður hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði var haldinn í þriðja sinn á laugardaginn var. Fjöldi gesta lagði leið sína á markaðinn þar sem ríflega 30 söluaðilar buðu fjölbreytta vöru.
Í hinni nýútkomnu bók, Allt upp á borðið, rifjar sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli. Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.